Fótbolti

Sara Björk skoraði í sigri Malmö

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. Mynd/Stefán
Malmö vann 3-0 sigur á Mallbacken í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu en henni var svo skipt af velli á 72. mínútu. Þóra B. Helgadóttir spilaði allan leikinn í markinu.

Anja Mittag átti stórleik í dag en hún skoraði eitt fyrir Malmö og lagði svo hin tvö upp.

Malmö er í fjórða sæti deildarinnar með fjögur stig eftir tvo leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×