Enski boltinn

Ivanovic: Hazard sættir sig við refsinguna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Branislav Ivanovic
Branislav Ivanovic nordicphotos/getty
Branislav Ivanovic, leikmaður Chelsea, segir í enskum fjölmiðlum að Edin Hazard, liðsfélagi hans hjá Chelsea, hafi sætt sig við þá refsingu sem hann fékk í vikunni.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri liðsins, tók leikmanninn úr leikmannahópi Chelsea fyrir leikinn gegn Schalke í Meistaradeild Evrópu í vikunni en Belginn missti af æfingu liðsins á mánudaginn.

„Hazard sættir sig fullkomlega við þá refsingu sem hann hlaut og verður mættir á sinn stað í leikmannahópinn um helgina.“

Chelsea mætir WBA í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

„Refsing hans sýnir að okkur er alvara og erum allir í þessu saman. Ég veit að hann er ekki vonsvikin með stjórann.“

Hazard hefur skorað fimm mörk á tímabilinu með Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×