Íslenski boltinn

Var umkringdur læknum í hálfleik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haukur Páll lét ekki smá blóð stöðva sig.Fréttablaðið/vilhelm
Haukur Páll lét ekki smá blóð stöðva sig.Fréttablaðið/vilhelm
Haukur Páll Sigurðsson, leikmaður Vals, lenti í svakalegu samstuði í leik Vals og Stjörnunnar með þeim afleiðingum að það fossblæddi úr höfðinu á leikmanninum. Leikurinn endaði 1-1.

Atvikið átti sér stað rétt fyrir hálfleik og var gert að sárum leikmannsins í leikhléinu. Hann átti stórleik fyrir Valsmenn og átti stóran þátt í því að Valur náði í stig þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri í 75 mínútur.

„Mér líður ágætlega og þetta hafði ekki svo mikil áhrif á mig,“ sagði Haukur Páll í gær. „Við vorum með sjúkraþjálfara og lækni á varamannabekknum og síðan kom utanaðkomandi læknir einnig að mér í hálfleiknum. Þeir unnu saman að því að sauma mig og gerðu það faglega.“

Haukur Páll lék í raun betur í síðari hálfleiknum eftir samstuðið.

„Mig svimaði örlítið rétt eftir atvikið en þá stóð ég of fljótt upp. Annars var ég lítið að velta þessu fyrir mér eftir að ég var saumaður. Fór síðan bara heim eftir leik og þurfti ekkert að fara upp á spítala, ég var í það góðum höndum í hálfleiknum,“ sagði fyrirliði Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×