Innlent

Malbikað í Ártúnsbrekku

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
mynd úr safni
Malbikunarframkvæmdir hófust klukkan níu í morgun á rampa af Reykjanesbraut upp Ártúnsbrekku til austurs. Rampinn verður lokaður við Reykjanesbraut milli klukkan 9 og 11 og verður opnaður fyrr ef vel gengur.

Hjáleið verður merkt um slaufurnar. Um hádegi verður malbikað til vesturs, niður Ártúnsbrekku. Unnið verður á einni akrein í einu. Í framhaldi af því verður malbikað á Miklubraut, til vesturs, milli Réttarholtsvegar og Háaleitisbrautar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×