„Franski strákurinn sem gerði hana [auglýsinguna] hafði komið á Airwaves og sá okkur þar. Hann hafði samband við okkur í gegnum tölvupóst,“ segir söngvarinn og gítarleikarinn Þórður Páll Pálsson, spurður út í þátttöku hljómsveitarinnar í auglýsingunni. „Okkur fannst hann gera þetta mjög vel. Hann gerði þetta sjálfur fyrir engan pening og var fyndinn og skemmtilegur. Það var gaman að fá fría skó líka.“
Lockerbie fékk enga peninga fyrir myndbandið. „Þetta fyrirtæki er tveggja ára og er ekki byrjað að græða neinn pening. Þetta er pínulítið fyrirtæki í Suður-Frakklandi og það var ekkert meira í boði.“
Lockerbie er að leggja lokahönd á nýja plötu sem kemur út í október. Sveitin er einnig að æfa fyrir Airwaves-hátíðina þar sem hún stígur á svið í fjórða sinn.