Landbúnaðarstyrkir jukust og eru meðal þeirra mestu í heimi Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. september 2013 19:25 Aðeins fjögur OECD ríki niðurgreiða landbúnaðinn meira með styrkjum en Ísland en 47% af tekjum landbúnaðarins á Íslandi koma með beingreiðslum frá ríkissjóði samkvæmt nýjum tölum OECD. Styrkirnir hækkuðu milli áranna 2011 og 2012. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur birt nýja samantekt yfir tölfræði styrkja í landbúnaði meðal OECD-ríkja. Eins og sést á þessari töflu (sjá myndskeið) eru styrkir til landbúnaðar sem hlutfall af heildartekjum greinarinnar með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. 47 prósent af heildartekjum landbúnaðarins eru styrkir ríkissjóðs. Og það sem meira er þessir styrkir hækkuðu um tæplega tvö prósentustig milli áranna 2011 og 2012. Aðeins fjögur OECD-ríki styrkja landbúnaðinn meira en við. Þetta eru Japan, Suður-Kórea, Sviss og Noregur, sem trónir á toppnum.Standa vörð um kerfið á kostnað neytenda Samstaða hefur verið meðal allra flokka að standa vörð um þetta kerfi þrátt fyrir að umræðan hafi verið með þessum hætti undanfarin 15 ár eða svo, bæði á vettvangi OECD og hér á landi. Á síðasta ári námu styrkir ríkissjóðs til mjólkur- og sauðfjárframleiðslu 11 milljörðum króna samkvæmt fjárlögum. Bændur hafa haft sterk pólitísk ítök í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum og raunar Vinstri grænum einnig. Í Þessu samhengi má nefna að margsinnis hafa verið gerðar tilraunir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins til að gera kerfisbreytingar í átt til frjálsræðis í landbúnaði en þær hafa alltaf verið kæfðar í fæðingu.„Samfelld sorgarsaga“ Þá tókst síðustu ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ekki að gera neinar kerfisbreytingar á þessari atvinnugrein á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir að annar stjórnarflokkurinn, Samfylkingin, hafi sótt lítinn hluta kjörfylgis síns til bænda. Í raun voru stofnanir landbúnaðarins þær einu sem var hlíft við niðurskurði í einu erfiðasta niðurskurðartímabili sögunnar eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Daði Már Kristófersson, dósent í hagræði og forseti félagsvísindasviðs HÍ, hefur rannsakað þessa atvinnugrein í mörg ár.Græðir einhver á þessu kerfi? „Nei, raunverulega er það svo skrýtið að neytendur borga auðvitað brúsann. Til lengri tíma litið fellur kostnaður á þá. Maður skyldi ætla að bændur kæmu vel út úr þessu en tilfellið er að rannsóknir gegnum áratugina hafa sýnt að á endanum hækkar þetta hjá þeim kostnaðinn. Það dregur úr aðhaldi í framleiðslu og hefur tilhneigingu til að eigngerast og hækka þannig framleiðslukostnað til lengri tíma. Svo þeir græða heldur ekki. Þetta er einhvern veginn ein samfelld sorgarsaga,“ segir Daði. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Aðeins fjögur OECD ríki niðurgreiða landbúnaðinn meira með styrkjum en Ísland en 47% af tekjum landbúnaðarins á Íslandi koma með beingreiðslum frá ríkissjóði samkvæmt nýjum tölum OECD. Styrkirnir hækkuðu milli áranna 2011 og 2012. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur birt nýja samantekt yfir tölfræði styrkja í landbúnaði meðal OECD-ríkja. Eins og sést á þessari töflu (sjá myndskeið) eru styrkir til landbúnaðar sem hlutfall af heildartekjum greinarinnar með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. 47 prósent af heildartekjum landbúnaðarins eru styrkir ríkissjóðs. Og það sem meira er þessir styrkir hækkuðu um tæplega tvö prósentustig milli áranna 2011 og 2012. Aðeins fjögur OECD-ríki styrkja landbúnaðinn meira en við. Þetta eru Japan, Suður-Kórea, Sviss og Noregur, sem trónir á toppnum.Standa vörð um kerfið á kostnað neytenda Samstaða hefur verið meðal allra flokka að standa vörð um þetta kerfi þrátt fyrir að umræðan hafi verið með þessum hætti undanfarin 15 ár eða svo, bæði á vettvangi OECD og hér á landi. Á síðasta ári námu styrkir ríkissjóðs til mjólkur- og sauðfjárframleiðslu 11 milljörðum króna samkvæmt fjárlögum. Bændur hafa haft sterk pólitísk ítök í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum og raunar Vinstri grænum einnig. Í Þessu samhengi má nefna að margsinnis hafa verið gerðar tilraunir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins til að gera kerfisbreytingar í átt til frjálsræðis í landbúnaði en þær hafa alltaf verið kæfðar í fæðingu.„Samfelld sorgarsaga“ Þá tókst síðustu ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ekki að gera neinar kerfisbreytingar á þessari atvinnugrein á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir að annar stjórnarflokkurinn, Samfylkingin, hafi sótt lítinn hluta kjörfylgis síns til bænda. Í raun voru stofnanir landbúnaðarins þær einu sem var hlíft við niðurskurði í einu erfiðasta niðurskurðartímabili sögunnar eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Daði Már Kristófersson, dósent í hagræði og forseti félagsvísindasviðs HÍ, hefur rannsakað þessa atvinnugrein í mörg ár.Græðir einhver á þessu kerfi? „Nei, raunverulega er það svo skrýtið að neytendur borga auðvitað brúsann. Til lengri tíma litið fellur kostnaður á þá. Maður skyldi ætla að bændur kæmu vel út úr þessu en tilfellið er að rannsóknir gegnum áratugina hafa sýnt að á endanum hækkar þetta hjá þeim kostnaðinn. Það dregur úr aðhaldi í framleiðslu og hefur tilhneigingu til að eigngerast og hækka þannig framleiðslukostnað til lengri tíma. Svo þeir græða heldur ekki. Þetta er einhvern veginn ein samfelld sorgarsaga,“ segir Daði.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira