Landbúnaðarstyrkir jukust og eru meðal þeirra mestu í heimi Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. september 2013 19:25 Aðeins fjögur OECD ríki niðurgreiða landbúnaðinn meira með styrkjum en Ísland en 47% af tekjum landbúnaðarins á Íslandi koma með beingreiðslum frá ríkissjóði samkvæmt nýjum tölum OECD. Styrkirnir hækkuðu milli áranna 2011 og 2012. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur birt nýja samantekt yfir tölfræði styrkja í landbúnaði meðal OECD-ríkja. Eins og sést á þessari töflu (sjá myndskeið) eru styrkir til landbúnaðar sem hlutfall af heildartekjum greinarinnar með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. 47 prósent af heildartekjum landbúnaðarins eru styrkir ríkissjóðs. Og það sem meira er þessir styrkir hækkuðu um tæplega tvö prósentustig milli áranna 2011 og 2012. Aðeins fjögur OECD-ríki styrkja landbúnaðinn meira en við. Þetta eru Japan, Suður-Kórea, Sviss og Noregur, sem trónir á toppnum.Standa vörð um kerfið á kostnað neytenda Samstaða hefur verið meðal allra flokka að standa vörð um þetta kerfi þrátt fyrir að umræðan hafi verið með þessum hætti undanfarin 15 ár eða svo, bæði á vettvangi OECD og hér á landi. Á síðasta ári námu styrkir ríkissjóðs til mjólkur- og sauðfjárframleiðslu 11 milljörðum króna samkvæmt fjárlögum. Bændur hafa haft sterk pólitísk ítök í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum og raunar Vinstri grænum einnig. Í Þessu samhengi má nefna að margsinnis hafa verið gerðar tilraunir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins til að gera kerfisbreytingar í átt til frjálsræðis í landbúnaði en þær hafa alltaf verið kæfðar í fæðingu.„Samfelld sorgarsaga“ Þá tókst síðustu ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ekki að gera neinar kerfisbreytingar á þessari atvinnugrein á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir að annar stjórnarflokkurinn, Samfylkingin, hafi sótt lítinn hluta kjörfylgis síns til bænda. Í raun voru stofnanir landbúnaðarins þær einu sem var hlíft við niðurskurði í einu erfiðasta niðurskurðartímabili sögunnar eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Daði Már Kristófersson, dósent í hagræði og forseti félagsvísindasviðs HÍ, hefur rannsakað þessa atvinnugrein í mörg ár.Græðir einhver á þessu kerfi? „Nei, raunverulega er það svo skrýtið að neytendur borga auðvitað brúsann. Til lengri tíma litið fellur kostnaður á þá. Maður skyldi ætla að bændur kæmu vel út úr þessu en tilfellið er að rannsóknir gegnum áratugina hafa sýnt að á endanum hækkar þetta hjá þeim kostnaðinn. Það dregur úr aðhaldi í framleiðslu og hefur tilhneigingu til að eigngerast og hækka þannig framleiðslukostnað til lengri tíma. Svo þeir græða heldur ekki. Þetta er einhvern veginn ein samfelld sorgarsaga,“ segir Daði. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Aðeins fjögur OECD ríki niðurgreiða landbúnaðinn meira með styrkjum en Ísland en 47% af tekjum landbúnaðarins á Íslandi koma með beingreiðslum frá ríkissjóði samkvæmt nýjum tölum OECD. Styrkirnir hækkuðu milli áranna 2011 og 2012. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur birt nýja samantekt yfir tölfræði styrkja í landbúnaði meðal OECD-ríkja. Eins og sést á þessari töflu (sjá myndskeið) eru styrkir til landbúnaðar sem hlutfall af heildartekjum greinarinnar með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. 47 prósent af heildartekjum landbúnaðarins eru styrkir ríkissjóðs. Og það sem meira er þessir styrkir hækkuðu um tæplega tvö prósentustig milli áranna 2011 og 2012. Aðeins fjögur OECD-ríki styrkja landbúnaðinn meira en við. Þetta eru Japan, Suður-Kórea, Sviss og Noregur, sem trónir á toppnum.Standa vörð um kerfið á kostnað neytenda Samstaða hefur verið meðal allra flokka að standa vörð um þetta kerfi þrátt fyrir að umræðan hafi verið með þessum hætti undanfarin 15 ár eða svo, bæði á vettvangi OECD og hér á landi. Á síðasta ári námu styrkir ríkissjóðs til mjólkur- og sauðfjárframleiðslu 11 milljörðum króna samkvæmt fjárlögum. Bændur hafa haft sterk pólitísk ítök í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum og raunar Vinstri grænum einnig. Í Þessu samhengi má nefna að margsinnis hafa verið gerðar tilraunir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins til að gera kerfisbreytingar í átt til frjálsræðis í landbúnaði en þær hafa alltaf verið kæfðar í fæðingu.„Samfelld sorgarsaga“ Þá tókst síðustu ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ekki að gera neinar kerfisbreytingar á þessari atvinnugrein á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir að annar stjórnarflokkurinn, Samfylkingin, hafi sótt lítinn hluta kjörfylgis síns til bænda. Í raun voru stofnanir landbúnaðarins þær einu sem var hlíft við niðurskurði í einu erfiðasta niðurskurðartímabili sögunnar eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Daði Már Kristófersson, dósent í hagræði og forseti félagsvísindasviðs HÍ, hefur rannsakað þessa atvinnugrein í mörg ár.Græðir einhver á þessu kerfi? „Nei, raunverulega er það svo skrýtið að neytendur borga auðvitað brúsann. Til lengri tíma litið fellur kostnaður á þá. Maður skyldi ætla að bændur kæmu vel út úr þessu en tilfellið er að rannsóknir gegnum áratugina hafa sýnt að á endanum hækkar þetta hjá þeim kostnaðinn. Það dregur úr aðhaldi í framleiðslu og hefur tilhneigingu til að eigngerast og hækka þannig framleiðslukostnað til lengri tíma. Svo þeir græða heldur ekki. Þetta er einhvern veginn ein samfelld sorgarsaga,“ segir Daði.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira