Pólitísk Pandóruaskja Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 30. janúar 2013 06:30 Óhætt er að segja að fá mál hafi verið jafn áberandi í íslenskum stjórnmálum síðustu árin, ef ekki áratugina, og Icesave. Fyrir fram benti fátt til þess að starfsemi íslensks banka á erlendri grundu ætti eftir að skekja flestalla stjórnmálaflokka, valda afsögn ráðherra og ógna lífi ríkisstjórnar. Sú varð hins vegar raunin. Þegar sagan er skoðuð koma ansi skýrar línur í ljós. Þeir flokkar sem eru í stjórnarandstöðu eru á móti samningum vegna Icesave, en stjórnarflokkar fylgjandi. Þannig var Sjálfstæðisflokkurinn fylgjandi samningum á meðan hann var í ríkisstjórn en andvígur, að mestu, eftir stjórnarskipti. Vinstrihreyfingin – grænt framboð var hins vegar ötull gagnrýnandi samninga þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu, en fylgjandi, að mestu, þegar í ríkisstjórn kom. Samfylkingin hefur setið í ríkisstjórn síðan málið kom upp og ætíð stutt samningaleiðina og Framsóknarflokkurinn, sem verið hefur í stjórnarandstöðu allan tímann, hefur verið á móti þeirri leið.Nýtt hljóð í strokkinn „Ég er með álit og greinargerðir að minnsta kosti fjögurra eða fimm lögfræðinga í höndunum sem draga mjög í efa að ábyrgðir okkar séu umfram þau lög og þann innlánstryggingasjóð sem við höfum stofnað á grundvelli tilskipana frá Evrópusambandinu. Við erum að afsala okkur réttinum á því að láta reyna á þann grunn málsins eftir því sem ég skil þessa yfirlýsingu." Þótt það komi kannski á óvart, miðað við núverandi málflutning, var það Steingrímur J. Sigfússon sem mælti svo í desember 2008. Þá samþykkti Alþingi Brussel-viðmiðin svokölluðu, samningsgrundvöll vegna Icesave. Þau gerðu ráð fyrir að lágmarksinnstæður á reikningunum yrðu tryggðar, en þó yrði tekið tillit til „erfiðra og fordæmalausra aðstæðna Íslands". Og hver mælti fyrir meirihlutaáliti utanríkismálanefndar til stuðnings þingsályktunartillögunni? Jú, Bjarni Benediktsson, þáverandi formaður nefndarinnar og núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði óhagstæða niðurstöðu um skuldbindingu Íslands mundu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir ríkisstjórn. „Hagur þess að lausn finnist við samningaviðræður er því ótvíræður. Þess má geta að á meðan ágreiningur aðila um þetta efni var óleystur var sú hætta fyrir hendi að Evrópusambandsríkin gripu til aðgerða gagnvart Íslandi sem settu EES-samninginn að hluta eða í heild í hættu." Hljómar kunnuglega? Jú, þetta eru rökin sem Samfylking og Vinstri græn notuðu síðar fyrir samningum.Innanflokksvandræði Icesave hefur verið Bjarna nokkuð erfitt. Hann sagði á Alþingi á mánudag að niðurstaða EFTA-dómstólsins væri „sigur þjóðar á ofríki ríkisstjórnar". Sjálfur studdi Bjarni hins vegar síðasta Icesave-samninginn sem þjóðin síðan felldi. Bjarni hefur legið undir ámæli frá mörgum fyrir þann stuðning. Fyrrum formenn hafa látið hann heyra það í fjölmiðlum og ekki var samstaða innan flokksins um þá leið. Ekki er víst að hann sé búinn að bíta úr nálinni með það. Á sama hátt hefur Steingrímur átt í erfiðleikum með að réttlæta breytta afstöðu gagnvart sínum flokksmönnum. Gagnrýni kom fram innan þingflokksins og enginn gekk jafn langt og Ögmundur Jónasson, þá heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra, sem gekk hreinlega úr ríkisstjórn. Hann sagði menn hafa tengt saman framtíð ríkisstjórnarinnar og lausn Icesave-málsins. „Þegar það fékkst síðan staðfest á útsíðum Fréttablaðsins í dag [gær] að líf ríkisstjórnarinnar væri undir því komið að við sem sætum í ríkisstjórn töluðum einni röddu í Icesave-málinu, ákvað ég að víkja fremur en tefla þessu lífi stjórnarinnar í tvísýnu," sagði Ögmundur í viðtali við Fréttablaðið strax eftir afsögn.Pólitík… Það er hins vegar einmitt það sem gerðist; Icesave varð tengt lífi ríkisstjórnarinnar. Og hví ætti stjórnarandstaðan að lengja líf hennar? Málið varð því snemma rammpólitískt og Steingrímur J. Sigfússon, sem tók það að sér, varð persónugervingur þess. Ekki minnkaði pólitíska tengingin sem sett var á málið þegar Svavar Gestsson, fyrrum samherji Steingríms úr Alþýðubandalaginu, leiddi samninganefnd um málið. Annar fyrrum samherji úr Alþýðubandalaginu, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, blandaðist síðan rækilega inn í málið þegar hann í tvígang neitaði að skrifa undir lög um Icesave-samningana. Það olli vægast sagt kergju í ríkisstjórninni og samskiptin við forsetann voru við frostmark. Steingrímur sagðist undrandi á ákvörðun forsetans árið 2011 og Jóhanna sagði hana hafa komið sér á óvart og að forsetinn væri að taka verulega áhættu með þessu. „Jóhanna hefur aldrei fyrirgefið mér það, að ég tók þessa Icesave-ákvörðun," sagði Ólafur Ragnar síðan á Bylgjunni í kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar.Eins og hönnuð atburðarás Nú þegar Icesave er fyrir bí er hverjum manni hollt að skoða söguna á yfirvegaðan hátt. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð staðið gegn samningaleiðinni og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins var því að vonum ánægður með niðurstöðuna. „Þegar réttlætið er annars vegar má ekki víkja. Ísland hefur nú unnið fullnaðarsigur með því að standa á rétti sínum," sagði hann á þingi á mánudag. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort atburðarásin hafi ekki verið Íslendingum eins hagstæð og mögulegt var, úr því að til þessa ólukkumáls þurfti að koma? Stjórnvöld sömdu og losuðu þannig um lánalínur, þjóðin hafnaði og losaði sig þannig undan skuldbindingunum sem stjórnin setti á hana. Það hefði hins vegar enginn getað séð fyrir. Icesave var Pandóruaskja íslenskra stjórnmála. Þegar upp er staðið reyndist askjan hins vegar ekki innihalda jafn mikla óáran og í fyrstu var óttast. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira
Óhætt er að segja að fá mál hafi verið jafn áberandi í íslenskum stjórnmálum síðustu árin, ef ekki áratugina, og Icesave. Fyrir fram benti fátt til þess að starfsemi íslensks banka á erlendri grundu ætti eftir að skekja flestalla stjórnmálaflokka, valda afsögn ráðherra og ógna lífi ríkisstjórnar. Sú varð hins vegar raunin. Þegar sagan er skoðuð koma ansi skýrar línur í ljós. Þeir flokkar sem eru í stjórnarandstöðu eru á móti samningum vegna Icesave, en stjórnarflokkar fylgjandi. Þannig var Sjálfstæðisflokkurinn fylgjandi samningum á meðan hann var í ríkisstjórn en andvígur, að mestu, eftir stjórnarskipti. Vinstrihreyfingin – grænt framboð var hins vegar ötull gagnrýnandi samninga þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu, en fylgjandi, að mestu, þegar í ríkisstjórn kom. Samfylkingin hefur setið í ríkisstjórn síðan málið kom upp og ætíð stutt samningaleiðina og Framsóknarflokkurinn, sem verið hefur í stjórnarandstöðu allan tímann, hefur verið á móti þeirri leið.Nýtt hljóð í strokkinn „Ég er með álit og greinargerðir að minnsta kosti fjögurra eða fimm lögfræðinga í höndunum sem draga mjög í efa að ábyrgðir okkar séu umfram þau lög og þann innlánstryggingasjóð sem við höfum stofnað á grundvelli tilskipana frá Evrópusambandinu. Við erum að afsala okkur réttinum á því að láta reyna á þann grunn málsins eftir því sem ég skil þessa yfirlýsingu." Þótt það komi kannski á óvart, miðað við núverandi málflutning, var það Steingrímur J. Sigfússon sem mælti svo í desember 2008. Þá samþykkti Alþingi Brussel-viðmiðin svokölluðu, samningsgrundvöll vegna Icesave. Þau gerðu ráð fyrir að lágmarksinnstæður á reikningunum yrðu tryggðar, en þó yrði tekið tillit til „erfiðra og fordæmalausra aðstæðna Íslands". Og hver mælti fyrir meirihlutaáliti utanríkismálanefndar til stuðnings þingsályktunartillögunni? Jú, Bjarni Benediktsson, þáverandi formaður nefndarinnar og núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði óhagstæða niðurstöðu um skuldbindingu Íslands mundu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir ríkisstjórn. „Hagur þess að lausn finnist við samningaviðræður er því ótvíræður. Þess má geta að á meðan ágreiningur aðila um þetta efni var óleystur var sú hætta fyrir hendi að Evrópusambandsríkin gripu til aðgerða gagnvart Íslandi sem settu EES-samninginn að hluta eða í heild í hættu." Hljómar kunnuglega? Jú, þetta eru rökin sem Samfylking og Vinstri græn notuðu síðar fyrir samningum.Innanflokksvandræði Icesave hefur verið Bjarna nokkuð erfitt. Hann sagði á Alþingi á mánudag að niðurstaða EFTA-dómstólsins væri „sigur þjóðar á ofríki ríkisstjórnar". Sjálfur studdi Bjarni hins vegar síðasta Icesave-samninginn sem þjóðin síðan felldi. Bjarni hefur legið undir ámæli frá mörgum fyrir þann stuðning. Fyrrum formenn hafa látið hann heyra það í fjölmiðlum og ekki var samstaða innan flokksins um þá leið. Ekki er víst að hann sé búinn að bíta úr nálinni með það. Á sama hátt hefur Steingrímur átt í erfiðleikum með að réttlæta breytta afstöðu gagnvart sínum flokksmönnum. Gagnrýni kom fram innan þingflokksins og enginn gekk jafn langt og Ögmundur Jónasson, þá heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra, sem gekk hreinlega úr ríkisstjórn. Hann sagði menn hafa tengt saman framtíð ríkisstjórnarinnar og lausn Icesave-málsins. „Þegar það fékkst síðan staðfest á útsíðum Fréttablaðsins í dag [gær] að líf ríkisstjórnarinnar væri undir því komið að við sem sætum í ríkisstjórn töluðum einni röddu í Icesave-málinu, ákvað ég að víkja fremur en tefla þessu lífi stjórnarinnar í tvísýnu," sagði Ögmundur í viðtali við Fréttablaðið strax eftir afsögn.Pólitík… Það er hins vegar einmitt það sem gerðist; Icesave varð tengt lífi ríkisstjórnarinnar. Og hví ætti stjórnarandstaðan að lengja líf hennar? Málið varð því snemma rammpólitískt og Steingrímur J. Sigfússon, sem tók það að sér, varð persónugervingur þess. Ekki minnkaði pólitíska tengingin sem sett var á málið þegar Svavar Gestsson, fyrrum samherji Steingríms úr Alþýðubandalaginu, leiddi samninganefnd um málið. Annar fyrrum samherji úr Alþýðubandalaginu, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, blandaðist síðan rækilega inn í málið þegar hann í tvígang neitaði að skrifa undir lög um Icesave-samningana. Það olli vægast sagt kergju í ríkisstjórninni og samskiptin við forsetann voru við frostmark. Steingrímur sagðist undrandi á ákvörðun forsetans árið 2011 og Jóhanna sagði hana hafa komið sér á óvart og að forsetinn væri að taka verulega áhættu með þessu. „Jóhanna hefur aldrei fyrirgefið mér það, að ég tók þessa Icesave-ákvörðun," sagði Ólafur Ragnar síðan á Bylgjunni í kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar.Eins og hönnuð atburðarás Nú þegar Icesave er fyrir bí er hverjum manni hollt að skoða söguna á yfirvegaðan hátt. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð staðið gegn samningaleiðinni og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins var því að vonum ánægður með niðurstöðuna. „Þegar réttlætið er annars vegar má ekki víkja. Ísland hefur nú unnið fullnaðarsigur með því að standa á rétti sínum," sagði hann á þingi á mánudag. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort atburðarásin hafi ekki verið Íslendingum eins hagstæð og mögulegt var, úr því að til þessa ólukkumáls þurfti að koma? Stjórnvöld sömdu og losuðu þannig um lánalínur, þjóðin hafnaði og losaði sig þannig undan skuldbindingunum sem stjórnin setti á hana. Það hefði hins vegar enginn getað séð fyrir. Icesave var Pandóruaskja íslenskra stjórnmála. Þegar upp er staðið reyndist askjan hins vegar ekki innihalda jafn mikla óáran og í fyrstu var óttast.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira