Enski boltinn

Chelsea vill semja við Lampard eftir allt saman

Frank Lampard hefur farið á kostum með Chelsea og enska landsliðinu eftir að það varð ljóst að Chelsea ætlaði sér ekki að framlengja samning hans við félagið.

Margir stuðningsmenn Chelsea voru mjög ósáttir við það að félagið ætlaði ekki að nýta sér krafta þessa goðsagnar félagsins áfram.

Lampard hefur farið á kostum upp á síðkastið og sýnt að hann eigi nóg inni þó svo hann sé orðinn 34 ára gamall.

Chelsea er hætt að þrjóskast við að afskrifa hann og er sest aftur að samningaborðinu með leikmanninum.

Samkvæmt heimildum Sky þá voru viðræðurnar jákvæðar og gefur það stuðningsmönnum félagsins von um að hetjan þeirra verði áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×