Enski boltinn

Verðum að komast í Meistaradeildina til að halda Bale

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, segir að félagið sé heppið að hafa Gareth Bale innan sinna raða og viðurkennir að félagið gæti misst hann ef það nær ekki Meistaradeildarsæti á þessari leiktíð.

"Leikmenn sem spila eins vel og hann fá alltaf mikla athygli. Það þýðir samt ekki að okkar félag sjái hann ekki eiga framtíð fyrir sér hjá okkur. Eðlilega skiptir það máli hvaða árangri við náum," sagði Villas-Boas.

"Vonandi náum við þeim árangri sem er nauðsynlegur en það er að komast í Meistaradeildina og halda áfram að bæta okkur sem lið.

"Það er erfitt að hafa mann í þessum gæðaflokki að fara á kostum og fá alla þá athygli sem því fylgir. Að sama skapi er erfitt fyrir mörg lið að bera víurnar í hann miðað við núverandi efnahagsástand. Við erum mjög heppnir að hafa hann innan okkar raða.

"Ég tel okkur geta náð þeim markmiðum sem við höfum sett okkur og ef okkur tekst það þá getum við vonandi haldið honum hjá okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×