Enski boltinn

Britton klárar ferilinn hjá Swansea

Britton í leik gegn Arsenal.
Britton í leik gegn Arsenal.
Miðjumaðurinn Leon Britton er ekki á förum frá Swansea City því hann er búinn að skrifa undir nýjan þriggja og hálfs árs samning.

Þessi þrítugi leikmaður er búinn að vera í herbúðum Swansea í tíu ár en hann kom til félagsins frá West Ham á sínum tíma.

Britton er búinn að spila yfir 400 leiki fyrir félagið og hefur farið með félaginu frá fjórðu deild og alla leið upp í úrvalsdeild.

"Ég hef sagt það áður að draumur minn er að enda ferilinn hjá þessu félagi. Swansea hefur verið mitt líf í tíu ár og ég vildi ekki vera annars staðar," sagði Britton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×