Enski boltinn

Begovic fer frá Stoke í sumar

Asmir Begovic, markvörður Stoke City, hefur slegið í gegn í vetur. Svo góð hefur hans frammistaða verið að hann er þráfaldlega orðaður við Man. Utd.

Begovic býst við því að verða seldur frá félaginu í sumar en neitar því að hann sé þegar búinn að semja við Man. Utd.

"Ég las í blöðunum að ég hefði sagt nei við Man. City en já við Man. Utd. Sannleikurinn er sá að ég er ekki búinn að ákveða neitt," sagði þessu bosníski landsliðsmarkvörður.

City vill fá hann sem varamarkvörð en United er sagt vilja að hann leysi David de Gea af hólmi.

"Ég hef hvorki sagt já eða nei. Ég er ekki búinn að ákveða neitt. Ég veit samt að Stoke var ekki að kaupa Butland til að setja hann á bekknum þannig að ég verð klárlega seldur í sumar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×