Segir auðlegðarskattinn anga af ósjálbærri efnahagsstefnu fyrri ríkisstjórnar Jóhannes Stefánsson skrifar 25. ágúst 2013 19:05 Auðlegðarskatturinn er eignaskattur sem komið var á í tíð fyrri ríkisstjórnar. Um var að ræða bráðabirgðaákvæði sem kemur til með að renna sitt skeið á næsta ári. Fjármálaráðherra sagði í viðtali á Rás 1 í gær að ekki stæði til að framlengja ákvæðinu, en samkvæmt Ríkisreikningi 2012 greiddu gjaldendur auðlegðarskatts samtals 7.8 milljarða í ríkissjóð á seinasta ári. Steingrímur J Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýndi Bjarna Benediktsson, núverandi fjármálaráðherra, fyrir þessi áform í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Þeirri gagnrýni svarar Bjarni. „Þetta er skattur sem að fyrrverandi fjármálaráðherra ákvað sjálfur að yrði tímabundinn. Þetta er auðvitað bara dæmi um það að ýmsar ráðstafanir sem fyrri ríkisstjórn greip til voru ekki sjálfbærar, voru tímabundnar og voru líklegar til að renna sitt skeið. Þannig að það þurfti að grípa til nýrra ráðstafana þegar að sá tími rynni sitt skeið, og það er það sem er að gerast með þennan skatt." Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag ávítti Steingrímur J. Sigfússon Bjarna fyrir það að gæta ekki hagsmuna Íslenska ríkisins með því að lýsa yfir efasemdum sínum um lögmæti auðlegðarskattsins. „Ég gef nú lítið fyrir það," segir Bjarni. „Ég tel að ég og Steingrímur séum einfaldlega hugmyndafræðilega á sitth vorum kantinum þegar að kemur að þessu og bendi á mikilvægi þess að menn starfi í anda þess sem að stjórnarskráin boðar og komi ekki fram með hugmyndir sem að annað hvort eru líklegar eða bersýnilega ganga gegn eignarétti fólks," bætir hann við.Segir markmiðið vera að skerða tekjur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna telur áform Bjarna í málinu áhyggjuefni. „Ég tel ekki að ríkissjóður sé í neinum efnum til þess að skerða tekjur sínar, en ríkisstjórnin hefur hinsvegar tekið þá ákvörðun og hefur sýnt það í sinni forgangsröðun að hennar markmið virðist vera að skerða tekjur. Þannig að það er í rauninni ekkert annað í stöðunni en það að horfa til frekari niðurskurðar eða aukins halla." Um lögmæti skattsins segir Katrín: „Það hafa auðvitað ekki verið færðar neinar sönnur á það að þetta standist ekki stjórnarskrá og hér var auðvitað eignaskattur sem var ekki talinn stangast á við sjtórnarskrá. Því miður er það svo og virðist það vera stefna þessarar ríkisstjórnar að létta byrðunum af þeim sem eru aflögufærir, hvort sem það eru útgerðarmenn eða stóreignamenn." Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Auðlegðarskatturinn er eignaskattur sem komið var á í tíð fyrri ríkisstjórnar. Um var að ræða bráðabirgðaákvæði sem kemur til með að renna sitt skeið á næsta ári. Fjármálaráðherra sagði í viðtali á Rás 1 í gær að ekki stæði til að framlengja ákvæðinu, en samkvæmt Ríkisreikningi 2012 greiddu gjaldendur auðlegðarskatts samtals 7.8 milljarða í ríkissjóð á seinasta ári. Steingrímur J Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýndi Bjarna Benediktsson, núverandi fjármálaráðherra, fyrir þessi áform í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Þeirri gagnrýni svarar Bjarni. „Þetta er skattur sem að fyrrverandi fjármálaráðherra ákvað sjálfur að yrði tímabundinn. Þetta er auðvitað bara dæmi um það að ýmsar ráðstafanir sem fyrri ríkisstjórn greip til voru ekki sjálfbærar, voru tímabundnar og voru líklegar til að renna sitt skeið. Þannig að það þurfti að grípa til nýrra ráðstafana þegar að sá tími rynni sitt skeið, og það er það sem er að gerast með þennan skatt." Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag ávítti Steingrímur J. Sigfússon Bjarna fyrir það að gæta ekki hagsmuna Íslenska ríkisins með því að lýsa yfir efasemdum sínum um lögmæti auðlegðarskattsins. „Ég gef nú lítið fyrir það," segir Bjarni. „Ég tel að ég og Steingrímur séum einfaldlega hugmyndafræðilega á sitth vorum kantinum þegar að kemur að þessu og bendi á mikilvægi þess að menn starfi í anda þess sem að stjórnarskráin boðar og komi ekki fram með hugmyndir sem að annað hvort eru líklegar eða bersýnilega ganga gegn eignarétti fólks," bætir hann við.Segir markmiðið vera að skerða tekjur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna telur áform Bjarna í málinu áhyggjuefni. „Ég tel ekki að ríkissjóður sé í neinum efnum til þess að skerða tekjur sínar, en ríkisstjórnin hefur hinsvegar tekið þá ákvörðun og hefur sýnt það í sinni forgangsröðun að hennar markmið virðist vera að skerða tekjur. Þannig að það er í rauninni ekkert annað í stöðunni en það að horfa til frekari niðurskurðar eða aukins halla." Um lögmæti skattsins segir Katrín: „Það hafa auðvitað ekki verið færðar neinar sönnur á það að þetta standist ekki stjórnarskrá og hér var auðvitað eignaskattur sem var ekki talinn stangast á við sjtórnarskrá. Því miður er það svo og virðist það vera stefna þessarar ríkisstjórnar að létta byrðunum af þeim sem eru aflögufærir, hvort sem það eru útgerðarmenn eða stóreignamenn."
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira