Innlent

Lýst eftir sjötugum manni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Mássyni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Mássyni.
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út í morgun til leitar að Guðmundi Mássyni, fæddum árið 1942, en ekkert hefur spurst til hans síðan klukkan 22 í gærkvöldi þegar hann fór frá heimili sínu á Seltjarnarnesi.

Leitað er með göngu- og hjólahópum innan Reykjavíkur og við ströndina, auk þess sem bátar leita af sjó, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að Guðmundur sé klæddur í bláa úlpu, gallabuxur og gönguskó.

Hann er gráhærður og grannur. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Guðmundar eru beðnir um að hringja í lögreglu í síma 444-1000.

Uppfært: Guðmundur er fundinn heill á húfi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×