Innlent

Kjötborð með áherslu á Hérað

Bæjarráðið er ánægt með kjötborð Sláturfélagsins.
Bæjarráðið er ánægt með kjötborð Sláturfélagsins.

Sláturfélag Austurlands fær 1,5 milljóna króna lán úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs til að fjármagna kjöt- og fiskverslun sem félagið hefur opnað. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs staðfesti lánveitinguna með vísan til þess að verslunin muni sérhæfa sig í sölu á afurðum úr héraði. Ráðið telur tilkomu hennar styðja við þá grósku sem er í framleiðslu á austfirskum matvælum. Endurgreiða á lánið á þremur árum eða því verður breytt í hlutafé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×