Allir með snjallsíma - sýningin hefst á morgun 1. júní 2013 10:57 Íris Ólöf forstöðumaður byggðasafnsins Hvols á Dalvík Í Fréttablaðinu í dag segir að sýningin Norðrið í Norðinu hefjist í dag en hið rétta er að hún hefst á morgun. Beðist er velvirðingar á þessu. Á sýningunni verður Grænlenskur söngur og dans á dagskrá en sýningin fer fram á Byggðasafninu á Dalvík, þar sem konur og börn hafa mest vægi. „Sýningin Norðrið í Norðinu varpar ljósi á það fólk sem býr í bæ sem er á norðurhjara veraldarinnar, 900 km norðar en næsta byggð. Þá er ég að tala um Scoresby-sund eða Ittooqqortoormitt eins og bærinn heitir á grænlensku,“ segir Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, forstöðumaður byggðasafnsins Hvols á Dalvík. Hún sér um sýninguna sem opnuð er á morgun og snýst um sögu þessa litla bæjar á austurströnd Grænlands, líf kvennanna þar og barnamenningu. Scoresby-sund er einn af vinabæjum Dalvíkur og að sögn Ólafar er grunnur að sýningunni sá að fyrir fimm árum gaf fyrrum veðurathugunarmaður þar byggðasafninu Hvoli merka grænlenska gripi frá bænum. „Áherslan er á hvað konurnar gera í þessu veiðimannasamfélagi og hvernig börnin leika sér,“ lýsir Ólöf. „Forfeður þeirra sem þar búa núna voru fluttir á þennan stað 1925, um 900 km langa leið. Það var mjög lærdómsríkt að fara þangað og sjá við hvaða aðstæður fólk býr í dag. Þarna er ekkert rennandi vatn í húsum og það er ekki ljósmóðir á staðnum og það er ekki mikið sem gerist þarna. En náttúran er sterk og fólkið er yndislegt og kátt. Og nútíminn er þar að vissu marki. Unga fólkið er með snjallsíma og það eru allir með ipad. Það hlýtur að vera erfitt að vera þarna á norðurhjara veraldarinnar og sjá hvað til er í heiminum sem það nær ekki til. Ég talaði við tíu konur um hvernig lífi þær lifa og þau viðtöl eru á sýningunni. Sumar konurnar eru í sveitarstjórn og komast stundum í burtu, þær elska til dæmis Ísland og Kringluna. Flest sem þær voru í var keypt í Kringlunni. Flest sem þær voru í var keypt í Kringlunni. Ég var mest með konu sem er tæplega þrítug, hún er komin í sveitarstjórn, einstæð móðir með tvö börn og var ekkert sérstaklega ólík ungum konum hér. Bara alger dugnaðarforkur sem ferðaðist um á fjórhjóli með börnin, þriggja og fimm ára, framan og aftan á. Þegar ég var búin að vera þarna fannst mér enn meira gaman að gera sýninguna og ég vona að það skili sér.“ Ólöf fer með sýninguna til Danmerkur í mars, í glænýtt hús sem er verið er að reisa í Óðinsvéum og heitir Norðuratlantshafshúsið, og síðan liggur leiðin til Grænlands með sýningarmunina í koffortum. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag segir að sýningin Norðrið í Norðinu hefjist í dag en hið rétta er að hún hefst á morgun. Beðist er velvirðingar á þessu. Á sýningunni verður Grænlenskur söngur og dans á dagskrá en sýningin fer fram á Byggðasafninu á Dalvík, þar sem konur og börn hafa mest vægi. „Sýningin Norðrið í Norðinu varpar ljósi á það fólk sem býr í bæ sem er á norðurhjara veraldarinnar, 900 km norðar en næsta byggð. Þá er ég að tala um Scoresby-sund eða Ittooqqortoormitt eins og bærinn heitir á grænlensku,“ segir Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, forstöðumaður byggðasafnsins Hvols á Dalvík. Hún sér um sýninguna sem opnuð er á morgun og snýst um sögu þessa litla bæjar á austurströnd Grænlands, líf kvennanna þar og barnamenningu. Scoresby-sund er einn af vinabæjum Dalvíkur og að sögn Ólafar er grunnur að sýningunni sá að fyrir fimm árum gaf fyrrum veðurathugunarmaður þar byggðasafninu Hvoli merka grænlenska gripi frá bænum. „Áherslan er á hvað konurnar gera í þessu veiðimannasamfélagi og hvernig börnin leika sér,“ lýsir Ólöf. „Forfeður þeirra sem þar búa núna voru fluttir á þennan stað 1925, um 900 km langa leið. Það var mjög lærdómsríkt að fara þangað og sjá við hvaða aðstæður fólk býr í dag. Þarna er ekkert rennandi vatn í húsum og það er ekki ljósmóðir á staðnum og það er ekki mikið sem gerist þarna. En náttúran er sterk og fólkið er yndislegt og kátt. Og nútíminn er þar að vissu marki. Unga fólkið er með snjallsíma og það eru allir með ipad. Það hlýtur að vera erfitt að vera þarna á norðurhjara veraldarinnar og sjá hvað til er í heiminum sem það nær ekki til. Ég talaði við tíu konur um hvernig lífi þær lifa og þau viðtöl eru á sýningunni. Sumar konurnar eru í sveitarstjórn og komast stundum í burtu, þær elska til dæmis Ísland og Kringluna. Flest sem þær voru í var keypt í Kringlunni. Flest sem þær voru í var keypt í Kringlunni. Ég var mest með konu sem er tæplega þrítug, hún er komin í sveitarstjórn, einstæð móðir með tvö börn og var ekkert sérstaklega ólík ungum konum hér. Bara alger dugnaðarforkur sem ferðaðist um á fjórhjóli með börnin, þriggja og fimm ára, framan og aftan á. Þegar ég var búin að vera þarna fannst mér enn meira gaman að gera sýninguna og ég vona að það skili sér.“ Ólöf fer með sýninguna til Danmerkur í mars, í glænýtt hús sem er verið er að reisa í Óðinsvéum og heitir Norðuratlantshafshúsið, og síðan liggur leiðin til Grænlands með sýningarmunina í koffortum.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira