Enski boltinn

Carrick og Defoe meiddir

Ensku landsliðsmennirnir Michael Carrick og Jermain Defoe hafa neyðst til þess að draga sig úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla.

Báðir leikmenn meiddust um helgina og geta því ekki spilað vináttulandsleikinn gegn Brasilíu á miðvikudag.

Carrick meiddist á mjöðm en Defoe á ökkla og er óttast að hann verði lengi frá.

Ekki er búið að velja neina menn í þeirra stað í landsliðshópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×