Enski boltinn

Þarf að fylgjast með Gazza allan sólarhringinn

Samtök atvinnuknattspyrnumanna á Englandi ætla að standa við bakið á Paul Gascoigne. Óttast er að Gascoigne muni drekka þar til hann deyr ef hann fær ekki aðstoð.

Umboðsmaður Gazza sagði um helgina að líf Gazza væri í hættu. Gascoigne kom fram opinberlega á fimmtudag og þá var hann titrandi og algjörlega óskiljanlegur.

Gordon Taylor, framkvæmdastjóri samtaka atvinnuknattspyrnumanna á Englandi, hefur verið í sambandi við Gazza.

"Mér heyrðist á honum að það þurfi að fylgjast með honum allan sólarhringinn. Það þarf einhver að vera hjá honum allan tímann svo hann geri ekki eitthvað heimskulegt," sagði Taylor.

Barátta Gazza við bakkus hefur verið löng og ströng. Hann hefur áður verið í lífshættu vegna ofneyslu áfengis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×