Enski boltinn

Var Hjörvar í hópi fávitanna sem Ferguson talaði um?

Sunnudagsmessan tók fyrir markmannsmál Manchester United í þættinum í gær en Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, gerði á dögunum lítið úr þeim sem voru að gagnrýna spænska markvörðinn David de Gea en Hjörvar Hafliðason er í þeim hópi.

David de Gea hefur fengið á sig 20 mörk í 17 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en átti fínan leik á móti Fulham um helgina og tókst að halda marki sínu hreinu í fjórða sinn í þessum 17 leikjum.

United-liðið er í frábærum málum með níu stiga forskot á toppnum en Hjörvar Hafliðason er í hópi þeirra sem telja mistök David de Gea hafi kostað United marga leiki og telur að það sé mikil áhætta að veðja á svo ungan markvörð.

Guðmundur Benediktsson og Hjörvar ræddu "markmannsvandræði" Manchester United en Hjörvar var einn af þeim sem voru að gagnrýna Spánverjann fyrir jöfnunarmarkið sem hann fékk á móti Tottenham á dögunum. Svar Ferguson við þeirri tilteknu gagnrýni var að það væru margir fávitar að tjá sig um fótbolta.

En tekur Hjörvar til sín þau skilaboð skosks stjórans að þeir sem gagnrýna De Gea séu fávitar? Það er hægt að sjá hvernig Hjörvar svaraði "fávita-stimpli" Ferguson í Messunni með því að smella hér fyrir ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×