Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands 4. febrúar 2013 15:29 Ögmundur Jónasson Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara sem þeir sendu á fjölmiðla í dag. Í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að Íslendingur hafi gefið sig fram í bandaríska sendiráðið og varað við yfirvofandi árás á Stjórnarráðið þar sem aðilar tengdir WikiLeaks kæmu við sögu. Í kjölfarið var óskað eftir návist FBI fulltrúanna. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara segir að þegar þetta varð ljóst var ríkissaksóknari strax upplýstur um beiðni FBI og morguninn eftir, þann 24. ágúst, hafði ríkissaksóknari samband við innanríkisráðuneytið og gerði grein fyrir stöðu málsins. Í beinu framhaldi var haldinn fundur hjá ríkissaksóknara með þátttöku fulltrúa ríkislögreglustjóra og innanríkisráðuneytisins. Athygli vekur að á fundinum var ákveðið að heimila komu FBI til landsins og lagðar línur um fyrirkomulagið. Tryggt yrði að íslensk lögregluyfirvöld stýrðu aðgerðum hér á landi. Farið yrði rækilega yfir málið með fulltrúum FBI og bandarísku saksóknurunum áður en rætt yrði við upplýsingaaðilann að því er greinir frá í tilkynningunni. Um væri að ræða fund með viðkomandi þar sem hann hafði óskað eftir að koma á framfæri upplýsingum. Upplýsingar varðandiað fulltrúi innanríkisráðuneytisins stangast að nokkru leytinu til á við frásögn Ögmundar af atvikinu í síðustu viku. Þá sagði Ögmundur aðspurður um veru fulltrúanna hér á landi: „Þegar ég varð svo áskynja þess að þeir væru hér á landi fór ég fram á að þetta yrði stöðvað þegar í stað." Ekki er vitað hvort Ögmundur hafi vitað af komu fulltrúanna, en því er þó haldið fram að fulltrúi ráðuneytisins hafi engu að síður verið með í ráðum, og sá hafi fallist á að þeir kæmu hingað til lands samkvæmt tilkynningu ríkislögreglustjóra og saksóknara. Í tilkynningunni segir meðal annars: „Ákveðið var í framhaldi af framangreindu að lagt yrði til við FBI að leggja fram formlega réttarbeiðni þar sem óskað væri eftir aðstoð íslenskra yfirvalda í máli þessu. Í framhaldinu kom fram réttarbeiðni frá þeim þann 4. júlí 2011 sem lögum samkvæmt var send innanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið féllst á að taka beiðnina til meðferðar og framsendi erindið ríkissaksóknara til frekari fyrirgreiðslu með bréfi 6. júlí 2011. Sama dag framsendi ríkissaksóknari réttarbeiðnina til ríkislögreglustjóra til meðferðar." Fyrirspurn lá því inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en fulltrúunum var heimilað að koma hingað til lands. Vísir reyndi að ná tali af Ögmundi en náði ekki í hann, en Ögmundur er staddur í Kína. Tengdar fréttir Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28 Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55 Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4. febrúar 2013 14:57 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara sem þeir sendu á fjölmiðla í dag. Í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að Íslendingur hafi gefið sig fram í bandaríska sendiráðið og varað við yfirvofandi árás á Stjórnarráðið þar sem aðilar tengdir WikiLeaks kæmu við sögu. Í kjölfarið var óskað eftir návist FBI fulltrúanna. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara segir að þegar þetta varð ljóst var ríkissaksóknari strax upplýstur um beiðni FBI og morguninn eftir, þann 24. ágúst, hafði ríkissaksóknari samband við innanríkisráðuneytið og gerði grein fyrir stöðu málsins. Í beinu framhaldi var haldinn fundur hjá ríkissaksóknara með þátttöku fulltrúa ríkislögreglustjóra og innanríkisráðuneytisins. Athygli vekur að á fundinum var ákveðið að heimila komu FBI til landsins og lagðar línur um fyrirkomulagið. Tryggt yrði að íslensk lögregluyfirvöld stýrðu aðgerðum hér á landi. Farið yrði rækilega yfir málið með fulltrúum FBI og bandarísku saksóknurunum áður en rætt yrði við upplýsingaaðilann að því er greinir frá í tilkynningunni. Um væri að ræða fund með viðkomandi þar sem hann hafði óskað eftir að koma á framfæri upplýsingum. Upplýsingar varðandiað fulltrúi innanríkisráðuneytisins stangast að nokkru leytinu til á við frásögn Ögmundar af atvikinu í síðustu viku. Þá sagði Ögmundur aðspurður um veru fulltrúanna hér á landi: „Þegar ég varð svo áskynja þess að þeir væru hér á landi fór ég fram á að þetta yrði stöðvað þegar í stað." Ekki er vitað hvort Ögmundur hafi vitað af komu fulltrúanna, en því er þó haldið fram að fulltrúi ráðuneytisins hafi engu að síður verið með í ráðum, og sá hafi fallist á að þeir kæmu hingað til lands samkvæmt tilkynningu ríkislögreglustjóra og saksóknara. Í tilkynningunni segir meðal annars: „Ákveðið var í framhaldi af framangreindu að lagt yrði til við FBI að leggja fram formlega réttarbeiðni þar sem óskað væri eftir aðstoð íslenskra yfirvalda í máli þessu. Í framhaldinu kom fram réttarbeiðni frá þeim þann 4. júlí 2011 sem lögum samkvæmt var send innanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið féllst á að taka beiðnina til meðferðar og framsendi erindið ríkissaksóknara til frekari fyrirgreiðslu með bréfi 6. júlí 2011. Sama dag framsendi ríkissaksóknari réttarbeiðnina til ríkislögreglustjóra til meðferðar." Fyrirspurn lá því inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en fulltrúunum var heimilað að koma hingað til lands. Vísir reyndi að ná tali af Ögmundi en náði ekki í hann, en Ögmundur er staddur í Kína.
Tengdar fréttir Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28 Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55 Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4. febrúar 2013 14:57 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28
Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55
Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4. febrúar 2013 14:57