Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands 4. febrúar 2013 15:29 Ögmundur Jónasson Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara sem þeir sendu á fjölmiðla í dag. Í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að Íslendingur hafi gefið sig fram í bandaríska sendiráðið og varað við yfirvofandi árás á Stjórnarráðið þar sem aðilar tengdir WikiLeaks kæmu við sögu. Í kjölfarið var óskað eftir návist FBI fulltrúanna. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara segir að þegar þetta varð ljóst var ríkissaksóknari strax upplýstur um beiðni FBI og morguninn eftir, þann 24. ágúst, hafði ríkissaksóknari samband við innanríkisráðuneytið og gerði grein fyrir stöðu málsins. Í beinu framhaldi var haldinn fundur hjá ríkissaksóknara með þátttöku fulltrúa ríkislögreglustjóra og innanríkisráðuneytisins. Athygli vekur að á fundinum var ákveðið að heimila komu FBI til landsins og lagðar línur um fyrirkomulagið. Tryggt yrði að íslensk lögregluyfirvöld stýrðu aðgerðum hér á landi. Farið yrði rækilega yfir málið með fulltrúum FBI og bandarísku saksóknurunum áður en rætt yrði við upplýsingaaðilann að því er greinir frá í tilkynningunni. Um væri að ræða fund með viðkomandi þar sem hann hafði óskað eftir að koma á framfæri upplýsingum. Upplýsingar varðandiað fulltrúi innanríkisráðuneytisins stangast að nokkru leytinu til á við frásögn Ögmundar af atvikinu í síðustu viku. Þá sagði Ögmundur aðspurður um veru fulltrúanna hér á landi: „Þegar ég varð svo áskynja þess að þeir væru hér á landi fór ég fram á að þetta yrði stöðvað þegar í stað." Ekki er vitað hvort Ögmundur hafi vitað af komu fulltrúanna, en því er þó haldið fram að fulltrúi ráðuneytisins hafi engu að síður verið með í ráðum, og sá hafi fallist á að þeir kæmu hingað til lands samkvæmt tilkynningu ríkislögreglustjóra og saksóknara. Í tilkynningunni segir meðal annars: „Ákveðið var í framhaldi af framangreindu að lagt yrði til við FBI að leggja fram formlega réttarbeiðni þar sem óskað væri eftir aðstoð íslenskra yfirvalda í máli þessu. Í framhaldinu kom fram réttarbeiðni frá þeim þann 4. júlí 2011 sem lögum samkvæmt var send innanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið féllst á að taka beiðnina til meðferðar og framsendi erindið ríkissaksóknara til frekari fyrirgreiðslu með bréfi 6. júlí 2011. Sama dag framsendi ríkissaksóknari réttarbeiðnina til ríkislögreglustjóra til meðferðar." Fyrirspurn lá því inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en fulltrúunum var heimilað að koma hingað til lands. Vísir reyndi að ná tali af Ögmundi en náði ekki í hann, en Ögmundur er staddur í Kína. Tengdar fréttir Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28 Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55 Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4. febrúar 2013 14:57 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara sem þeir sendu á fjölmiðla í dag. Í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að Íslendingur hafi gefið sig fram í bandaríska sendiráðið og varað við yfirvofandi árás á Stjórnarráðið þar sem aðilar tengdir WikiLeaks kæmu við sögu. Í kjölfarið var óskað eftir návist FBI fulltrúanna. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara segir að þegar þetta varð ljóst var ríkissaksóknari strax upplýstur um beiðni FBI og morguninn eftir, þann 24. ágúst, hafði ríkissaksóknari samband við innanríkisráðuneytið og gerði grein fyrir stöðu málsins. Í beinu framhaldi var haldinn fundur hjá ríkissaksóknara með þátttöku fulltrúa ríkislögreglustjóra og innanríkisráðuneytisins. Athygli vekur að á fundinum var ákveðið að heimila komu FBI til landsins og lagðar línur um fyrirkomulagið. Tryggt yrði að íslensk lögregluyfirvöld stýrðu aðgerðum hér á landi. Farið yrði rækilega yfir málið með fulltrúum FBI og bandarísku saksóknurunum áður en rætt yrði við upplýsingaaðilann að því er greinir frá í tilkynningunni. Um væri að ræða fund með viðkomandi þar sem hann hafði óskað eftir að koma á framfæri upplýsingum. Upplýsingar varðandiað fulltrúi innanríkisráðuneytisins stangast að nokkru leytinu til á við frásögn Ögmundar af atvikinu í síðustu viku. Þá sagði Ögmundur aðspurður um veru fulltrúanna hér á landi: „Þegar ég varð svo áskynja þess að þeir væru hér á landi fór ég fram á að þetta yrði stöðvað þegar í stað." Ekki er vitað hvort Ögmundur hafi vitað af komu fulltrúanna, en því er þó haldið fram að fulltrúi ráðuneytisins hafi engu að síður verið með í ráðum, og sá hafi fallist á að þeir kæmu hingað til lands samkvæmt tilkynningu ríkislögreglustjóra og saksóknara. Í tilkynningunni segir meðal annars: „Ákveðið var í framhaldi af framangreindu að lagt yrði til við FBI að leggja fram formlega réttarbeiðni þar sem óskað væri eftir aðstoð íslenskra yfirvalda í máli þessu. Í framhaldinu kom fram réttarbeiðni frá þeim þann 4. júlí 2011 sem lögum samkvæmt var send innanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið féllst á að taka beiðnina til meðferðar og framsendi erindið ríkissaksóknara til frekari fyrirgreiðslu með bréfi 6. júlí 2011. Sama dag framsendi ríkissaksóknari réttarbeiðnina til ríkislögreglustjóra til meðferðar." Fyrirspurn lá því inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en fulltrúunum var heimilað að koma hingað til lands. Vísir reyndi að ná tali af Ögmundi en náði ekki í hann, en Ögmundur er staddur í Kína.
Tengdar fréttir Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28 Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55 Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4. febrúar 2013 14:57 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28
Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55
Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4. febrúar 2013 14:57