Enski boltinn

Þurfum ekki að versla því við erum með Gervinho

Gervinho.
Gervinho.
Arsenal keypti aðeins einn leikmann í janúarglugganum, bakvörðinn Nacho Monreal, og stjóri félagsins, Arsene Wenger, segir að liðið þurfi ekki að versla enda sé það með Gervinho.

Hafa einhverjir látið að því liggja að Wenger eigi að skoða menn sem eru að taka þátt í Afríkukeppninni.

"Við reyndum að styrkja okkur en fundum ekki nægilega góða menn. Svo erum við líka með besta mann Afríkukeppninnar, Gervinho, þannig að ég sé ekki af hverju við ættum að vera að skoða aðra menn þar? Við erum með Gervinho," sagði Wenger en hann telur það erfitt fyrir bestu liðin að versla í janúar.

"Hverja keypti Man. Utd? Hvaða leikmenn var Chelsea að kaupa? Liverpool verslaði, ekki Man. City. Það er einföld ástæða fyrir því. Það er nefnilega mjög erfitt fyrir toppliðin að styrkja sig á miðju tímabili."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×