Íslenski boltinn

Stöð 2 Sport sýnir beint frá Ólafsvík í fyrstu umferðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Steinn Hafsteinsson.
Guðmundur Steinn Hafsteinsson. Mynd/Anton
Stöð 2 Sport hefur ákveðið hvaða leikir verða sýndir í beinni útsendingu í fyrstu tveimur umferðunum í Pepsi-deild karla en Íslandsmótið hefst eftir mánuð.

Fyrsta beina útsendingin verður frá sögulegum leik í Ólafsvík þar sem Víkingar leika sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi. Víkingur Ólafsvík tekur þá á móti Fram á Ólafsvíkurvelli og hefst leikurinn klukkan 17.00.

Daginn eftir verður síðan sýndur leikur KR og Stjörnunnar á KR-velli en bæði þessi lið eru líkleg til afreka í sumar.

Í annarri umferðinni verða síðan sýndir tveir leikir. Leikur ÍBV og Breiðabliks á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum verður sýndur sunnudaginn 12. maí og daginn eftir verður sýnt beint frá leik ÍA og Vals á Akranesvelli.

Upphitunarþáttur fyrir Pepsi-deildina verður sýndur á Stöð 2 Sport föstudaginn 3. maí klukkan 20.00. Þátturinn verður í opinni dagskrá og í beinni inn á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×