Íslenski boltinn

Björn Jónsson á förum frá KR

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björn sést hér í öftustu röð til hægri.
Björn sést hér í öftustu röð til hægri.
Knattspyrnumaðurinn Björn Jónsson er að öllum líkindum á leiðinni frá KR í félagaskiptaglugganum en þetta staðfesti Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Vísi í kvöld .

Leikmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli stóran hluta af tímabilinu og ekki náð að spila fyrir KR. Björn verður því á allra næstu dögum laus allra mála frá Vesturbæjarliðinu.

„Hann er á förum frá KR,“ sagði Kristinn í samtalið við Vísi.

„Þetta mun skýrast á næstu dögum en ég get staðfest það að Björn Jónsson mun yfirgefa félagið í glugganum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×