Hafa femínistar eyðilagt fegurðarsamkeppnir? Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. september 2013 09:47 Ísland á fulltrúa í ungfrú Alheimur í ár. Mynd úr safni. Það er talið ólíklegt að Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, fulltrúi Íslands í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Alheimur eigi möguleika á sigri, þrátt fyrir að vera falleg. Þetta kemur fram á vefsíðu sem fjallar um keppnina. Keppnin verður haldin 28. september næstkomandi í Indónesíu. Á vefsíðunni kemur fram að ástæðan sé sú að Sigríður hafi lítið verið kynnt. Hún hafi skyndilega verið boðuð til þátttöku en ekki sé mikið vitað um hana. Á vefsíðunni segir að þrátt fyrir að Ísland hafi þrisvar sinnum unnið fyrsta sæti í keppninni þá virðist vera mikil andstaða gegn fegurðarsamkeppnum hér á landi. Femínistar á Íslandi séu að gera allt hvað þeir geta til að eyðileggja fyrir mótshöldurum slíkra keppna. Sigríður sem er mætt á keppnisstað, segist vera spennt fyrir keppninni og lætur þessi ummæli ekkert á sig fá. Hún segist jafnframt ekki sjá neitt að því að stelpur taki þátt í svona keppnum. Hún geri þetta af fúsum og frjálsum vilja og líti á það sem sinn rétt að taka þátt. „Við erum 130 stelpur sem erum að njóta þess að vera hérna saman, ég á orðið vini alls staðar í heiminum,“ segir Sigríður.Snertir samfélagið í heild - Staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands telur að það séu fleiri en femínistar sem að átta sig á því að staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar á fegurð, geti verið skaðlegar fyrir ungar stúlkur og það samfélag sem við viljum búa í. „Ég held að mörgum finnist þessar keppnir bara vera hálf glataðar og það er ekki bara skoðun yfirlýstra femínista,“ segir Steinunn. Hún nefnir sem dæmi að síðasta vor hafi verið mikil umræða um fegurðarsamkeppnir. Það sé umræða sem alltaf skjóti upp kollinum reglulega. Steinunn segist líka alltaf vera jafn hissa á hvað fólk er tilbúið að taka þátt í svona keppnum, en eins og hafi komið í ljós og verið mikið í fréttum þá séu þátttakendur feguðrarsamkeppna oft krafðar til þess að varpa frá sér ýmsum réttindum og í ljós hafi komið að stelpurnar ráða sér ekki mikið sjálfar þegar þær hafa skráð sig til keppni.„Auðvitað ræður fólk hvað það gerir en konur mega ekki gleyma því að það sem hver og ein gerir hefur ekki bara áhrif á hana sjálfa, það snertir samfélagið í heild sinni. Ungar stúlkur lesa umfjallanir um þessar fallegu stúlkur og áherslan er öll á útlit, en það er bara svo margt annað sem skiptir máli i lífinu en að vera falleg,“ segir hún. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira
Það er talið ólíklegt að Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, fulltrúi Íslands í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Alheimur eigi möguleika á sigri, þrátt fyrir að vera falleg. Þetta kemur fram á vefsíðu sem fjallar um keppnina. Keppnin verður haldin 28. september næstkomandi í Indónesíu. Á vefsíðunni kemur fram að ástæðan sé sú að Sigríður hafi lítið verið kynnt. Hún hafi skyndilega verið boðuð til þátttöku en ekki sé mikið vitað um hana. Á vefsíðunni segir að þrátt fyrir að Ísland hafi þrisvar sinnum unnið fyrsta sæti í keppninni þá virðist vera mikil andstaða gegn fegurðarsamkeppnum hér á landi. Femínistar á Íslandi séu að gera allt hvað þeir geta til að eyðileggja fyrir mótshöldurum slíkra keppna. Sigríður sem er mætt á keppnisstað, segist vera spennt fyrir keppninni og lætur þessi ummæli ekkert á sig fá. Hún segist jafnframt ekki sjá neitt að því að stelpur taki þátt í svona keppnum. Hún geri þetta af fúsum og frjálsum vilja og líti á það sem sinn rétt að taka þátt. „Við erum 130 stelpur sem erum að njóta þess að vera hérna saman, ég á orðið vini alls staðar í heiminum,“ segir Sigríður.Snertir samfélagið í heild - Staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands telur að það séu fleiri en femínistar sem að átta sig á því að staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar á fegurð, geti verið skaðlegar fyrir ungar stúlkur og það samfélag sem við viljum búa í. „Ég held að mörgum finnist þessar keppnir bara vera hálf glataðar og það er ekki bara skoðun yfirlýstra femínista,“ segir Steinunn. Hún nefnir sem dæmi að síðasta vor hafi verið mikil umræða um fegurðarsamkeppnir. Það sé umræða sem alltaf skjóti upp kollinum reglulega. Steinunn segist líka alltaf vera jafn hissa á hvað fólk er tilbúið að taka þátt í svona keppnum, en eins og hafi komið í ljós og verið mikið í fréttum þá séu þátttakendur feguðrarsamkeppna oft krafðar til þess að varpa frá sér ýmsum réttindum og í ljós hafi komið að stelpurnar ráða sér ekki mikið sjálfar þegar þær hafa skráð sig til keppni.„Auðvitað ræður fólk hvað það gerir en konur mega ekki gleyma því að það sem hver og ein gerir hefur ekki bara áhrif á hana sjálfa, það snertir samfélagið í heild sinni. Ungar stúlkur lesa umfjallanir um þessar fallegu stúlkur og áherslan er öll á útlit, en það er bara svo margt annað sem skiptir máli i lífinu en að vera falleg,“ segir hún.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira