Hafa femínistar eyðilagt fegurðarsamkeppnir? Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. september 2013 09:47 Ísland á fulltrúa í ungfrú Alheimur í ár. Mynd úr safni. Það er talið ólíklegt að Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, fulltrúi Íslands í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Alheimur eigi möguleika á sigri, þrátt fyrir að vera falleg. Þetta kemur fram á vefsíðu sem fjallar um keppnina. Keppnin verður haldin 28. september næstkomandi í Indónesíu. Á vefsíðunni kemur fram að ástæðan sé sú að Sigríður hafi lítið verið kynnt. Hún hafi skyndilega verið boðuð til þátttöku en ekki sé mikið vitað um hana. Á vefsíðunni segir að þrátt fyrir að Ísland hafi þrisvar sinnum unnið fyrsta sæti í keppninni þá virðist vera mikil andstaða gegn fegurðarsamkeppnum hér á landi. Femínistar á Íslandi séu að gera allt hvað þeir geta til að eyðileggja fyrir mótshöldurum slíkra keppna. Sigríður sem er mætt á keppnisstað, segist vera spennt fyrir keppninni og lætur þessi ummæli ekkert á sig fá. Hún segist jafnframt ekki sjá neitt að því að stelpur taki þátt í svona keppnum. Hún geri þetta af fúsum og frjálsum vilja og líti á það sem sinn rétt að taka þátt. „Við erum 130 stelpur sem erum að njóta þess að vera hérna saman, ég á orðið vini alls staðar í heiminum,“ segir Sigríður.Snertir samfélagið í heild - Staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands telur að það séu fleiri en femínistar sem að átta sig á því að staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar á fegurð, geti verið skaðlegar fyrir ungar stúlkur og það samfélag sem við viljum búa í. „Ég held að mörgum finnist þessar keppnir bara vera hálf glataðar og það er ekki bara skoðun yfirlýstra femínista,“ segir Steinunn. Hún nefnir sem dæmi að síðasta vor hafi verið mikil umræða um fegurðarsamkeppnir. Það sé umræða sem alltaf skjóti upp kollinum reglulega. Steinunn segist líka alltaf vera jafn hissa á hvað fólk er tilbúið að taka þátt í svona keppnum, en eins og hafi komið í ljós og verið mikið í fréttum þá séu þátttakendur feguðrarsamkeppna oft krafðar til þess að varpa frá sér ýmsum réttindum og í ljós hafi komið að stelpurnar ráða sér ekki mikið sjálfar þegar þær hafa skráð sig til keppni.„Auðvitað ræður fólk hvað það gerir en konur mega ekki gleyma því að það sem hver og ein gerir hefur ekki bara áhrif á hana sjálfa, það snertir samfélagið í heild sinni. Ungar stúlkur lesa umfjallanir um þessar fallegu stúlkur og áherslan er öll á útlit, en það er bara svo margt annað sem skiptir máli i lífinu en að vera falleg,“ segir hún. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Það er talið ólíklegt að Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, fulltrúi Íslands í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Alheimur eigi möguleika á sigri, þrátt fyrir að vera falleg. Þetta kemur fram á vefsíðu sem fjallar um keppnina. Keppnin verður haldin 28. september næstkomandi í Indónesíu. Á vefsíðunni kemur fram að ástæðan sé sú að Sigríður hafi lítið verið kynnt. Hún hafi skyndilega verið boðuð til þátttöku en ekki sé mikið vitað um hana. Á vefsíðunni segir að þrátt fyrir að Ísland hafi þrisvar sinnum unnið fyrsta sæti í keppninni þá virðist vera mikil andstaða gegn fegurðarsamkeppnum hér á landi. Femínistar á Íslandi séu að gera allt hvað þeir geta til að eyðileggja fyrir mótshöldurum slíkra keppna. Sigríður sem er mætt á keppnisstað, segist vera spennt fyrir keppninni og lætur þessi ummæli ekkert á sig fá. Hún segist jafnframt ekki sjá neitt að því að stelpur taki þátt í svona keppnum. Hún geri þetta af fúsum og frjálsum vilja og líti á það sem sinn rétt að taka þátt. „Við erum 130 stelpur sem erum að njóta þess að vera hérna saman, ég á orðið vini alls staðar í heiminum,“ segir Sigríður.Snertir samfélagið í heild - Staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands telur að það séu fleiri en femínistar sem að átta sig á því að staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar á fegurð, geti verið skaðlegar fyrir ungar stúlkur og það samfélag sem við viljum búa í. „Ég held að mörgum finnist þessar keppnir bara vera hálf glataðar og það er ekki bara skoðun yfirlýstra femínista,“ segir Steinunn. Hún nefnir sem dæmi að síðasta vor hafi verið mikil umræða um fegurðarsamkeppnir. Það sé umræða sem alltaf skjóti upp kollinum reglulega. Steinunn segist líka alltaf vera jafn hissa á hvað fólk er tilbúið að taka þátt í svona keppnum, en eins og hafi komið í ljós og verið mikið í fréttum þá séu þátttakendur feguðrarsamkeppna oft krafðar til þess að varpa frá sér ýmsum réttindum og í ljós hafi komið að stelpurnar ráða sér ekki mikið sjálfar þegar þær hafa skráð sig til keppni.„Auðvitað ræður fólk hvað það gerir en konur mega ekki gleyma því að það sem hver og ein gerir hefur ekki bara áhrif á hana sjálfa, það snertir samfélagið í heild sinni. Ungar stúlkur lesa umfjallanir um þessar fallegu stúlkur og áherslan er öll á útlit, en það er bara svo margt annað sem skiptir máli i lífinu en að vera falleg,“ segir hún.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira