Bjóða upp á sojakjötsúpu á Kjötsúpudaginn 25. október 2013 00:00 Óalfur Stefánsson býður gestum og gangandi upp á sojakötsúpu í tilefni Kjötsúpudagsins á Skólavörðustíg í dag. Guðný Jónsdóttir býr sojakjötsúpuna til. Mynd/Daníel „Kjötsúpudagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Skólavörðustígnum síðustu tíu árin og hefur verið alveg frábær skemmtun. Núna langaði okkur að bjóða líka upp á kjötsúpu fyrir þá sem geta ekki borðað kjöt af einhverjum ástæðum,“ segir Ólafur Stefánsson sem rekur heilsubúðina Góð heilsa gulli betri á Njálsgötunni ásamt bróður sínum Stefáni Inga Stefánssyni. Nágrannar þeirra bræðra á Skólavörðustígnum, verslunar- og fyrirtækjaeigendur, sauðfjárbændur og fleiri, bjóða gestum og gangandi upp á íslenska kjötsúpu í dag og nefna uppátækið Djötsúpudaginn. Þetta er ellefta árið sem blásið er til slíkra hátíðahalda og hyggjast Ólafur og Stefán taka virkan þátt í ár. „Við erum í sjónlínu frá Skólavörðustíg, á horni Njálsgötu og Klapparstígs, og finnum lyktina vel,“ útskýrir Ólafur. Öfugt við hina sem bjóða upp á kjötsúpu með gamla góða lambakjötinu ætla bræðurnir Ólafur og Stefán Ingi að framreiða kjötsúpu með sojakjöti fyrir áhugasama í miðbænum í dag. „Bróðir minn hefur verið grænmetisæta í nítján ár og saknar þess stundum að borða gamaldags íslenskan mat. Hugmyndin með sojakötsúpunni okkar er sú að það sé alveg hægt að búa til fyrirtakskjötsúpu á þennan hátt. Við viljum alls ekki traðka á tánum á kjötframleiðlendum heldur einungis benda á að þetta sé hægt, en þetta táknar ekki endalok lambakjötsins,“ segir Ólafur og hlær. „Ég hugsa að þeir sem borða kjöt gætu haft gaman af því að bera saman súpuna okkar og þessa sígildu. Eflaust munu einhverjir verða lítið hrifnir, en sumir finna alls engan mun.“ Sjálfur segist Ólafur vera á mörkum þess að vera grænmetisæta. „Í rauninni reyni ég að lágmarka kjötátið og hugsa mikið um hvaðan kjötið sem ég læt ofan í mig kemur. Íslenska lambakjötið finnst mér til dæmis frábært, en ég fæ mér ekki hamborgara þegar ég er í Bandaríkjunum. Ég pæli mikið í sjálfbærni,“ segir Ólafur. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
„Kjötsúpudagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Skólavörðustígnum síðustu tíu árin og hefur verið alveg frábær skemmtun. Núna langaði okkur að bjóða líka upp á kjötsúpu fyrir þá sem geta ekki borðað kjöt af einhverjum ástæðum,“ segir Ólafur Stefánsson sem rekur heilsubúðina Góð heilsa gulli betri á Njálsgötunni ásamt bróður sínum Stefáni Inga Stefánssyni. Nágrannar þeirra bræðra á Skólavörðustígnum, verslunar- og fyrirtækjaeigendur, sauðfjárbændur og fleiri, bjóða gestum og gangandi upp á íslenska kjötsúpu í dag og nefna uppátækið Djötsúpudaginn. Þetta er ellefta árið sem blásið er til slíkra hátíðahalda og hyggjast Ólafur og Stefán taka virkan þátt í ár. „Við erum í sjónlínu frá Skólavörðustíg, á horni Njálsgötu og Klapparstígs, og finnum lyktina vel,“ útskýrir Ólafur. Öfugt við hina sem bjóða upp á kjötsúpu með gamla góða lambakjötinu ætla bræðurnir Ólafur og Stefán Ingi að framreiða kjötsúpu með sojakjöti fyrir áhugasama í miðbænum í dag. „Bróðir minn hefur verið grænmetisæta í nítján ár og saknar þess stundum að borða gamaldags íslenskan mat. Hugmyndin með sojakötsúpunni okkar er sú að það sé alveg hægt að búa til fyrirtakskjötsúpu á þennan hátt. Við viljum alls ekki traðka á tánum á kjötframleiðlendum heldur einungis benda á að þetta sé hægt, en þetta táknar ekki endalok lambakjötsins,“ segir Ólafur og hlær. „Ég hugsa að þeir sem borða kjöt gætu haft gaman af því að bera saman súpuna okkar og þessa sígildu. Eflaust munu einhverjir verða lítið hrifnir, en sumir finna alls engan mun.“ Sjálfur segist Ólafur vera á mörkum þess að vera grænmetisæta. „Í rauninni reyni ég að lágmarka kjötátið og hugsa mikið um hvaðan kjötið sem ég læt ofan í mig kemur. Íslenska lambakjötið finnst mér til dæmis frábært, en ég fæ mér ekki hamborgara þegar ég er í Bandaríkjunum. Ég pæli mikið í sjálfbærni,“ segir Ólafur.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira