Hefur ekki mikil áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna ef Snowden fær hæli Hjörtur Hjartarson skrifar 20. júní 2013 19:13 Ólíklegt verður að teljast að það muni hafa mikil áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna verði Edward Snowden veitt pólitískt hæli hérlendis, segir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir afstöðu innanríkisráðuneytisins til Snowden óbreytta, hans mál fái sömu meðferð og allra annarra sem sækja um hæli á Íslandi. Sæki Edward Snowden um pólitískt hæli á Íslandi eftir að hann kemur til landsins fer mál hans í þar til gerðan farveg hjá innanríkisráðuneytinu og dómstólum landsins eftir þörfum. Ekki er hægt að vísa Snowden úr landi án þess að taka beiðni hans fyrir. "Menn eiga alltaf rétt á ákveðnu ferli og menn geta alltaf sótt um pólitískt hæli. Þá þarf það ferli að fara í gang og síðan þegar menn eru komnir til landsins þá þarf að krefjast framsals á viðkomandi", segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Hann segir ef íslensk stjórnvöld samþykkja hugsanlega framsalsbeiðni Bandaríkjanna á Snowden getur hann áfrýjað þeirri ákvörðun til héraðsdóms. "Ef viðkomandi einstaklingi tekst að sýna fram á það að hann eigi á hættu að vera, til dæmis, dæmdur til dauða í því ríki sem krefst framsals þá er óheimilt að framselja hann. Nú síðan gæti Alþingi tekið upp á því að veita manninum íslenskan ríkisborgarrétt eins og gert var með Bobby Fischer. Þá auðvitað er óheimilt að framselja hann. Það er ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara nema innan Norðurlandanna." Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö á þriðjudaginn að mikilvægt væri að allir hælisleitendur sætu við sama borð og fengi því Snowden sömu meðferð og allir aðrir. Stuðningsmenn Snowden telja hinsvegar að fordæmi um annað megi finna í máli Bobby Fischer. "Hann óskaði ekki eftir pólitísku hæli heldur ríkisborgararétti. Það er allt öðruvísi mál", segir Hanna Birna.Opinberlega hafði sú ákvörðun ekki slæm áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Þess má geta að samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Snowden sýnt því áhuga að fá íslenskarn ríkisborgarrétt. En má reikna með hörðum viðbrögðum frá bandarískum stjórnvöldum ef Snowden verður veitt hæli hérlendis? Að mati Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkt í stjórnamálafræðideild Háskóla Íslands munu Bandaríkin ekki líta algjörlega framhjá því ef svo verður. "En ég held ekki að það verði efnahagslegar þvinganir eða riftun á einhverjum mikilvægum samningum. En það verður pólitískur þrýstingur settur á og ef til vill verður einhver stífni í pólitískum samskiptum sem fylgt gætu í smá tíma", segir Silja. Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Ólíklegt verður að teljast að það muni hafa mikil áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna verði Edward Snowden veitt pólitískt hæli hérlendis, segir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir afstöðu innanríkisráðuneytisins til Snowden óbreytta, hans mál fái sömu meðferð og allra annarra sem sækja um hæli á Íslandi. Sæki Edward Snowden um pólitískt hæli á Íslandi eftir að hann kemur til landsins fer mál hans í þar til gerðan farveg hjá innanríkisráðuneytinu og dómstólum landsins eftir þörfum. Ekki er hægt að vísa Snowden úr landi án þess að taka beiðni hans fyrir. "Menn eiga alltaf rétt á ákveðnu ferli og menn geta alltaf sótt um pólitískt hæli. Þá þarf það ferli að fara í gang og síðan þegar menn eru komnir til landsins þá þarf að krefjast framsals á viðkomandi", segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Hann segir ef íslensk stjórnvöld samþykkja hugsanlega framsalsbeiðni Bandaríkjanna á Snowden getur hann áfrýjað þeirri ákvörðun til héraðsdóms. "Ef viðkomandi einstaklingi tekst að sýna fram á það að hann eigi á hættu að vera, til dæmis, dæmdur til dauða í því ríki sem krefst framsals þá er óheimilt að framselja hann. Nú síðan gæti Alþingi tekið upp á því að veita manninum íslenskan ríkisborgarrétt eins og gert var með Bobby Fischer. Þá auðvitað er óheimilt að framselja hann. Það er ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara nema innan Norðurlandanna." Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö á þriðjudaginn að mikilvægt væri að allir hælisleitendur sætu við sama borð og fengi því Snowden sömu meðferð og allir aðrir. Stuðningsmenn Snowden telja hinsvegar að fordæmi um annað megi finna í máli Bobby Fischer. "Hann óskaði ekki eftir pólitísku hæli heldur ríkisborgararétti. Það er allt öðruvísi mál", segir Hanna Birna.Opinberlega hafði sú ákvörðun ekki slæm áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Þess má geta að samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Snowden sýnt því áhuga að fá íslenskarn ríkisborgarrétt. En má reikna með hörðum viðbrögðum frá bandarískum stjórnvöldum ef Snowden verður veitt hæli hérlendis? Að mati Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkt í stjórnamálafræðideild Háskóla Íslands munu Bandaríkin ekki líta algjörlega framhjá því ef svo verður. "En ég held ekki að það verði efnahagslegar þvinganir eða riftun á einhverjum mikilvægum samningum. En það verður pólitískur þrýstingur settur á og ef til vill verður einhver stífni í pólitískum samskiptum sem fylgt gætu í smá tíma", segir Silja.
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira