Hefur ekki mikil áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna ef Snowden fær hæli Hjörtur Hjartarson skrifar 20. júní 2013 19:13 Ólíklegt verður að teljast að það muni hafa mikil áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna verði Edward Snowden veitt pólitískt hæli hérlendis, segir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir afstöðu innanríkisráðuneytisins til Snowden óbreytta, hans mál fái sömu meðferð og allra annarra sem sækja um hæli á Íslandi. Sæki Edward Snowden um pólitískt hæli á Íslandi eftir að hann kemur til landsins fer mál hans í þar til gerðan farveg hjá innanríkisráðuneytinu og dómstólum landsins eftir þörfum. Ekki er hægt að vísa Snowden úr landi án þess að taka beiðni hans fyrir. "Menn eiga alltaf rétt á ákveðnu ferli og menn geta alltaf sótt um pólitískt hæli. Þá þarf það ferli að fara í gang og síðan þegar menn eru komnir til landsins þá þarf að krefjast framsals á viðkomandi", segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Hann segir ef íslensk stjórnvöld samþykkja hugsanlega framsalsbeiðni Bandaríkjanna á Snowden getur hann áfrýjað þeirri ákvörðun til héraðsdóms. "Ef viðkomandi einstaklingi tekst að sýna fram á það að hann eigi á hættu að vera, til dæmis, dæmdur til dauða í því ríki sem krefst framsals þá er óheimilt að framselja hann. Nú síðan gæti Alþingi tekið upp á því að veita manninum íslenskan ríkisborgarrétt eins og gert var með Bobby Fischer. Þá auðvitað er óheimilt að framselja hann. Það er ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara nema innan Norðurlandanna." Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö á þriðjudaginn að mikilvægt væri að allir hælisleitendur sætu við sama borð og fengi því Snowden sömu meðferð og allir aðrir. Stuðningsmenn Snowden telja hinsvegar að fordæmi um annað megi finna í máli Bobby Fischer. "Hann óskaði ekki eftir pólitísku hæli heldur ríkisborgararétti. Það er allt öðruvísi mál", segir Hanna Birna.Opinberlega hafði sú ákvörðun ekki slæm áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Þess má geta að samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Snowden sýnt því áhuga að fá íslenskarn ríkisborgarrétt. En má reikna með hörðum viðbrögðum frá bandarískum stjórnvöldum ef Snowden verður veitt hæli hérlendis? Að mati Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkt í stjórnamálafræðideild Háskóla Íslands munu Bandaríkin ekki líta algjörlega framhjá því ef svo verður. "En ég held ekki að það verði efnahagslegar þvinganir eða riftun á einhverjum mikilvægum samningum. En það verður pólitískur þrýstingur settur á og ef til vill verður einhver stífni í pólitískum samskiptum sem fylgt gætu í smá tíma", segir Silja. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Ólíklegt verður að teljast að það muni hafa mikil áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna verði Edward Snowden veitt pólitískt hæli hérlendis, segir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir afstöðu innanríkisráðuneytisins til Snowden óbreytta, hans mál fái sömu meðferð og allra annarra sem sækja um hæli á Íslandi. Sæki Edward Snowden um pólitískt hæli á Íslandi eftir að hann kemur til landsins fer mál hans í þar til gerðan farveg hjá innanríkisráðuneytinu og dómstólum landsins eftir þörfum. Ekki er hægt að vísa Snowden úr landi án þess að taka beiðni hans fyrir. "Menn eiga alltaf rétt á ákveðnu ferli og menn geta alltaf sótt um pólitískt hæli. Þá þarf það ferli að fara í gang og síðan þegar menn eru komnir til landsins þá þarf að krefjast framsals á viðkomandi", segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Hann segir ef íslensk stjórnvöld samþykkja hugsanlega framsalsbeiðni Bandaríkjanna á Snowden getur hann áfrýjað þeirri ákvörðun til héraðsdóms. "Ef viðkomandi einstaklingi tekst að sýna fram á það að hann eigi á hættu að vera, til dæmis, dæmdur til dauða í því ríki sem krefst framsals þá er óheimilt að framselja hann. Nú síðan gæti Alþingi tekið upp á því að veita manninum íslenskan ríkisborgarrétt eins og gert var með Bobby Fischer. Þá auðvitað er óheimilt að framselja hann. Það er ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara nema innan Norðurlandanna." Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö á þriðjudaginn að mikilvægt væri að allir hælisleitendur sætu við sama borð og fengi því Snowden sömu meðferð og allir aðrir. Stuðningsmenn Snowden telja hinsvegar að fordæmi um annað megi finna í máli Bobby Fischer. "Hann óskaði ekki eftir pólitísku hæli heldur ríkisborgararétti. Það er allt öðruvísi mál", segir Hanna Birna.Opinberlega hafði sú ákvörðun ekki slæm áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Þess má geta að samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Snowden sýnt því áhuga að fá íslenskarn ríkisborgarrétt. En má reikna með hörðum viðbrögðum frá bandarískum stjórnvöldum ef Snowden verður veitt hæli hérlendis? Að mati Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkt í stjórnamálafræðideild Háskóla Íslands munu Bandaríkin ekki líta algjörlega framhjá því ef svo verður. "En ég held ekki að það verði efnahagslegar þvinganir eða riftun á einhverjum mikilvægum samningum. En það verður pólitískur þrýstingur settur á og ef til vill verður einhver stífni í pólitískum samskiptum sem fylgt gætu í smá tíma", segir Silja.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira