„Þá rann upp fyrir honum að hann gæti ekki verið með neina þvælu við mig“ Jóhannes Stefánsson skrifar 20. júní 2013 16:30 Kyle Bass segir að Steingrímur hafi verið "með þvælu" og reynt að villa um fyrir honum þegar hann reyndi að fá hann til að fjárfesta á Íslandi Mynd/ GVA Kyle Bass gerði mikið grín að Steingrími J. Sigfússyni fyrrverandi fjármálaráðherra á sviðinu á ráðstefnu fjárfesta í Kaliforníu í seinasta mánuði. Hann sagði að Steingrímur hafi kynnt fyrir sér villandi upplýsingar til að fá sig til að fjárfesta á Íslandi. Bass var með erindi á ráðstefnunni Strategic Investment Conference í maí síðastliðnum þar sem hann sagði frá fundi sínum við Steingrím sem þeir áttu árið 2011. Tilgangur fundarins var að fá Bass til að fjárfesta á Íslandi en Bass stýrir vogunarsjóðnum Hayman Capital. Bass segir um Steingrím: „Hann sýndi mér þetta blað og sagði að skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu væru 80% og yrði 40% eftir fjögur ár. Við erum besti staðurinn til að fjárfesta á." Bass segist svo hafa svarað Steingrími: „Ég er með gögn frá Moody's hérna sem segja að skuldahlutfallið sé 150% hjá ykkur, það er mikill munur á þessu." Hann segir Steingrím hafa svarað þessu til: „Æ, lánin frá Norðurlöndunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum runnu til Seðlabankans en ekki til íslenska ríkisins þannig að við teljum það ekki með í skuldahlutfallinu." Þá mun Bass hafa spurt Steingrím hver það væri sem gæfi út tékkann fyrir afborgunum á láninu. „Það er ég," hefur Bass eftir Steingrími, en Steingrímur var á þeim tíma fjármálaráðherra. „Ég skil," svaraði Bass. „Þá rann upp fyrir honum að hann gæti ekki verið með neina svona þvælu við mig og við skiptum þá fljótt um umræðuefni." Bass segir í myndbandinu að hann hafi þó ákveðna samúð með háttsemi Steingríms, enda hafi hann verið að reyna að lokka fjárfesta til landsins.Ísland ekki fyrirmyndaríki um ríkisfjármál Bass líkti Íslandi við límgildru fyrir skordýr og sagði „að það sem fer inn kemur ekki aftur út," vegna gjaldeyrishaftanna. Þá var Bass tíðrætt um hversu stórt Kínverska sendiráðið á Íslandi sé og hann líkti byggingu þess við „stórum leik á Risk-leikborðinu" í samhengi alþjóðastjórnmála. Hann telur sendiráðið vera til marks um að Kínverjar hafi mikinn áhuga á Íslandi á komandi árum. Þá segir Bass að umfjöllun New York Times og Paul Krugman um að Ísland sé einhverskonar fyrirmyndarríki varðandi það hvernig sé rétt að takast á við skuldavanda sé röng, enda hafi ekki verið tekist á við þann mikla vanda sem skuldastaða ríkissjóðs er. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af ráðstefnunni (umfjöllunin um Ísland hefst á mínútu 44:30): Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Kyle Bass gerði mikið grín að Steingrími J. Sigfússyni fyrrverandi fjármálaráðherra á sviðinu á ráðstefnu fjárfesta í Kaliforníu í seinasta mánuði. Hann sagði að Steingrímur hafi kynnt fyrir sér villandi upplýsingar til að fá sig til að fjárfesta á Íslandi. Bass var með erindi á ráðstefnunni Strategic Investment Conference í maí síðastliðnum þar sem hann sagði frá fundi sínum við Steingrím sem þeir áttu árið 2011. Tilgangur fundarins var að fá Bass til að fjárfesta á Íslandi en Bass stýrir vogunarsjóðnum Hayman Capital. Bass segir um Steingrím: „Hann sýndi mér þetta blað og sagði að skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu væru 80% og yrði 40% eftir fjögur ár. Við erum besti staðurinn til að fjárfesta á." Bass segist svo hafa svarað Steingrími: „Ég er með gögn frá Moody's hérna sem segja að skuldahlutfallið sé 150% hjá ykkur, það er mikill munur á þessu." Hann segir Steingrím hafa svarað þessu til: „Æ, lánin frá Norðurlöndunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum runnu til Seðlabankans en ekki til íslenska ríkisins þannig að við teljum það ekki með í skuldahlutfallinu." Þá mun Bass hafa spurt Steingrím hver það væri sem gæfi út tékkann fyrir afborgunum á láninu. „Það er ég," hefur Bass eftir Steingrími, en Steingrímur var á þeim tíma fjármálaráðherra. „Ég skil," svaraði Bass. „Þá rann upp fyrir honum að hann gæti ekki verið með neina svona þvælu við mig og við skiptum þá fljótt um umræðuefni." Bass segir í myndbandinu að hann hafi þó ákveðna samúð með háttsemi Steingríms, enda hafi hann verið að reyna að lokka fjárfesta til landsins.Ísland ekki fyrirmyndaríki um ríkisfjármál Bass líkti Íslandi við límgildru fyrir skordýr og sagði „að það sem fer inn kemur ekki aftur út," vegna gjaldeyrishaftanna. Þá var Bass tíðrætt um hversu stórt Kínverska sendiráðið á Íslandi sé og hann líkti byggingu þess við „stórum leik á Risk-leikborðinu" í samhengi alþjóðastjórnmála. Hann telur sendiráðið vera til marks um að Kínverjar hafi mikinn áhuga á Íslandi á komandi árum. Þá segir Bass að umfjöllun New York Times og Paul Krugman um að Ísland sé einhverskonar fyrirmyndarríki varðandi það hvernig sé rétt að takast á við skuldavanda sé röng, enda hafi ekki verið tekist á við þann mikla vanda sem skuldastaða ríkissjóðs er. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af ráðstefnunni (umfjöllunin um Ísland hefst á mínútu 44:30):
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira