„Þá rann upp fyrir honum að hann gæti ekki verið með neina þvælu við mig“ Jóhannes Stefánsson skrifar 20. júní 2013 16:30 Kyle Bass segir að Steingrímur hafi verið "með þvælu" og reynt að villa um fyrir honum þegar hann reyndi að fá hann til að fjárfesta á Íslandi Mynd/ GVA Kyle Bass gerði mikið grín að Steingrími J. Sigfússyni fyrrverandi fjármálaráðherra á sviðinu á ráðstefnu fjárfesta í Kaliforníu í seinasta mánuði. Hann sagði að Steingrímur hafi kynnt fyrir sér villandi upplýsingar til að fá sig til að fjárfesta á Íslandi. Bass var með erindi á ráðstefnunni Strategic Investment Conference í maí síðastliðnum þar sem hann sagði frá fundi sínum við Steingrím sem þeir áttu árið 2011. Tilgangur fundarins var að fá Bass til að fjárfesta á Íslandi en Bass stýrir vogunarsjóðnum Hayman Capital. Bass segir um Steingrím: „Hann sýndi mér þetta blað og sagði að skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu væru 80% og yrði 40% eftir fjögur ár. Við erum besti staðurinn til að fjárfesta á." Bass segist svo hafa svarað Steingrími: „Ég er með gögn frá Moody's hérna sem segja að skuldahlutfallið sé 150% hjá ykkur, það er mikill munur á þessu." Hann segir Steingrím hafa svarað þessu til: „Æ, lánin frá Norðurlöndunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum runnu til Seðlabankans en ekki til íslenska ríkisins þannig að við teljum það ekki með í skuldahlutfallinu." Þá mun Bass hafa spurt Steingrím hver það væri sem gæfi út tékkann fyrir afborgunum á láninu. „Það er ég," hefur Bass eftir Steingrími, en Steingrímur var á þeim tíma fjármálaráðherra. „Ég skil," svaraði Bass. „Þá rann upp fyrir honum að hann gæti ekki verið með neina svona þvælu við mig og við skiptum þá fljótt um umræðuefni." Bass segir í myndbandinu að hann hafi þó ákveðna samúð með háttsemi Steingríms, enda hafi hann verið að reyna að lokka fjárfesta til landsins.Ísland ekki fyrirmyndaríki um ríkisfjármál Bass líkti Íslandi við límgildru fyrir skordýr og sagði „að það sem fer inn kemur ekki aftur út," vegna gjaldeyrishaftanna. Þá var Bass tíðrætt um hversu stórt Kínverska sendiráðið á Íslandi sé og hann líkti byggingu þess við „stórum leik á Risk-leikborðinu" í samhengi alþjóðastjórnmála. Hann telur sendiráðið vera til marks um að Kínverjar hafi mikinn áhuga á Íslandi á komandi árum. Þá segir Bass að umfjöllun New York Times og Paul Krugman um að Ísland sé einhverskonar fyrirmyndarríki varðandi það hvernig sé rétt að takast á við skuldavanda sé röng, enda hafi ekki verið tekist á við þann mikla vanda sem skuldastaða ríkissjóðs er. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af ráðstefnunni (umfjöllunin um Ísland hefst á mínútu 44:30): Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Kyle Bass gerði mikið grín að Steingrími J. Sigfússyni fyrrverandi fjármálaráðherra á sviðinu á ráðstefnu fjárfesta í Kaliforníu í seinasta mánuði. Hann sagði að Steingrímur hafi kynnt fyrir sér villandi upplýsingar til að fá sig til að fjárfesta á Íslandi. Bass var með erindi á ráðstefnunni Strategic Investment Conference í maí síðastliðnum þar sem hann sagði frá fundi sínum við Steingrím sem þeir áttu árið 2011. Tilgangur fundarins var að fá Bass til að fjárfesta á Íslandi en Bass stýrir vogunarsjóðnum Hayman Capital. Bass segir um Steingrím: „Hann sýndi mér þetta blað og sagði að skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu væru 80% og yrði 40% eftir fjögur ár. Við erum besti staðurinn til að fjárfesta á." Bass segist svo hafa svarað Steingrími: „Ég er með gögn frá Moody's hérna sem segja að skuldahlutfallið sé 150% hjá ykkur, það er mikill munur á þessu." Hann segir Steingrím hafa svarað þessu til: „Æ, lánin frá Norðurlöndunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum runnu til Seðlabankans en ekki til íslenska ríkisins þannig að við teljum það ekki með í skuldahlutfallinu." Þá mun Bass hafa spurt Steingrím hver það væri sem gæfi út tékkann fyrir afborgunum á láninu. „Það er ég," hefur Bass eftir Steingrími, en Steingrímur var á þeim tíma fjármálaráðherra. „Ég skil," svaraði Bass. „Þá rann upp fyrir honum að hann gæti ekki verið með neina svona þvælu við mig og við skiptum þá fljótt um umræðuefni." Bass segir í myndbandinu að hann hafi þó ákveðna samúð með háttsemi Steingríms, enda hafi hann verið að reyna að lokka fjárfesta til landsins.Ísland ekki fyrirmyndaríki um ríkisfjármál Bass líkti Íslandi við límgildru fyrir skordýr og sagði „að það sem fer inn kemur ekki aftur út," vegna gjaldeyrishaftanna. Þá var Bass tíðrætt um hversu stórt Kínverska sendiráðið á Íslandi sé og hann líkti byggingu þess við „stórum leik á Risk-leikborðinu" í samhengi alþjóðastjórnmála. Hann telur sendiráðið vera til marks um að Kínverjar hafi mikinn áhuga á Íslandi á komandi árum. Þá segir Bass að umfjöllun New York Times og Paul Krugman um að Ísland sé einhverskonar fyrirmyndarríki varðandi það hvernig sé rétt að takast á við skuldavanda sé röng, enda hafi ekki verið tekist á við þann mikla vanda sem skuldastaða ríkissjóðs er. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af ráðstefnunni (umfjöllunin um Ísland hefst á mínútu 44:30):
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira