Hálendisvakt Landsbjargar hafin - 2.000 beiðnir bárust í fyrra Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. júní 2013 13:45 Verkefnið stendur í átta vikur en síðasta sumar bárust tæplega tvö þúsund tilkynningar og hjálparbeiðnir inn á borð björgunarsveita á hálendinu. MYND/LANDSBJÖRG Fyrsta hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófst í gær. Hátt í tvö þúsund hjálparbeiðnir bárust frá ferðamönnum í kröggum síðasta sumar og líkur eru á að þeim muni fjölga í ár. Formaður Landsbjargar kallar eftir aukinni fræðslu fyrir ferðamenn um þær hættur sem leynast á hálendinu. Slysavarnafélagið Landsbjörg undirbýr sig nú fyrir ferðamannastrauminn á hálendið. Hópar skipaðir sjálfboðaliðum munu standa vaktina á fjórum stöðum á hálendinu yfir sumartímann en fyrstu teymin lögðu af stað í gær. Verkefnið stendur í átta vikur en síðasta sumar bárust tæplega tvö þúsund tilkynningar og hjálparbeiðnir inn á borð björgunarsveita á hálendinu. „Meirihlutinn af þessum beiðnum tekur til ferðafólks sem lendir í erfiðum aðstæðum,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Ýmist þurfa þau leiðbeiningar eða leiðsögn við að fara yfir á.“ „Þó eru þarna tugir — ef ekki hundruðir — tilfella þar sem að skiptir verulega máli að við séum til staðar. Í raun eru þarna nokkur tilfelli þar sem að lífum var bjargað.“Ferðamenn á puttanum.MYND/ERNIRSvo gæti farið að þessum atvikum fjölgi nokkuð í ár, enda er líklegt að ferðamönnum fjölgi í sumar í takt við þróun síðustu ára. Hörður Már bendir á að með auknum fjölda ferðamanna sé nauðsynlegt að efla þau úrræði sem standa til boða. Ótækt sé að það séu fyrst og fremst hópar skipaðir sjálfboðaliðum sem þjónusti ferðamenn í kröggum. Þá ítrekar hann að nauðsynlegt sé að fræða ferðamenn um þær fjölmörgu hættur sem leynast á hálendinu. „Við höfum, ásamt fleirum, haft áhyggjur, af þessu og rekum í samstarfi við helstu ferðaþjónustuaðila vefinn SafeTravel.is. Þar hefur meginmarkmiðið verið að fræða ferðamenn og upplýsa um þær hættur sem á Íslandi eru,“ segir Hörður Már og bætir við: „Ég er sannfærður um að það megi gera betur í þessum efnum. Eins og með aðrar forvarnir, þá er fræðslan lykillinn.“ Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Fyrsta hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófst í gær. Hátt í tvö þúsund hjálparbeiðnir bárust frá ferðamönnum í kröggum síðasta sumar og líkur eru á að þeim muni fjölga í ár. Formaður Landsbjargar kallar eftir aukinni fræðslu fyrir ferðamenn um þær hættur sem leynast á hálendinu. Slysavarnafélagið Landsbjörg undirbýr sig nú fyrir ferðamannastrauminn á hálendið. Hópar skipaðir sjálfboðaliðum munu standa vaktina á fjórum stöðum á hálendinu yfir sumartímann en fyrstu teymin lögðu af stað í gær. Verkefnið stendur í átta vikur en síðasta sumar bárust tæplega tvö þúsund tilkynningar og hjálparbeiðnir inn á borð björgunarsveita á hálendinu. „Meirihlutinn af þessum beiðnum tekur til ferðafólks sem lendir í erfiðum aðstæðum,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Ýmist þurfa þau leiðbeiningar eða leiðsögn við að fara yfir á.“ „Þó eru þarna tugir — ef ekki hundruðir — tilfella þar sem að skiptir verulega máli að við séum til staðar. Í raun eru þarna nokkur tilfelli þar sem að lífum var bjargað.“Ferðamenn á puttanum.MYND/ERNIRSvo gæti farið að þessum atvikum fjölgi nokkuð í ár, enda er líklegt að ferðamönnum fjölgi í sumar í takt við þróun síðustu ára. Hörður Már bendir á að með auknum fjölda ferðamanna sé nauðsynlegt að efla þau úrræði sem standa til boða. Ótækt sé að það séu fyrst og fremst hópar skipaðir sjálfboðaliðum sem þjónusti ferðamenn í kröggum. Þá ítrekar hann að nauðsynlegt sé að fræða ferðamenn um þær fjölmörgu hættur sem leynast á hálendinu. „Við höfum, ásamt fleirum, haft áhyggjur, af þessu og rekum í samstarfi við helstu ferðaþjónustuaðila vefinn SafeTravel.is. Þar hefur meginmarkmiðið verið að fræða ferðamenn og upplýsa um þær hættur sem á Íslandi eru,“ segir Hörður Már og bætir við: „Ég er sannfærður um að það megi gera betur í þessum efnum. Eins og með aðrar forvarnir, þá er fræðslan lykillinn.“
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira