Þvottavél, örbylgjuofn, ísskápur og 3D-prentari? Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. september 2013 20:01 Tilraunaverkefni Landspítalans með þrívíddarprentun hefur gengið framar vonum og þegar bjargað mannslífum. Þessi nýstárlega tækni er nú á leið inn á heimilin. Þrívíddarprentun er hreint engin vísindaskáldskapur. Þessi tímamótatækni er nú notuð af háskólum og stórfyrirtækjum vítt og breitt um heiminn. Landspítalinn er þar engin undantekning. Paolo Gargiulo, lektor við tækni- og verkfræðideild HR og einn fremsti sérfræðingur veraldar á sviði þrívíddarprentunar, stýrir þessu verkefni spítalans en það er einstakt á heimsvísu. Hann vinnur nú með helstu sérfræðingum Landspítalans, þar á meðal heilaskurðlæknum, sem freista þess að meta mein sjúklinga í þrívídd og skipuleggja aðgerðir. „Mér vitandi eru ekki margar stofnanir sem hraðframleiða frumyndir fyrir sjúkrahúsgeirann,“ segir Gargiulo en hann er doktor í heilbrigðisverkfræði. Þessi tilraunastarfsemi Landspítalans felur í sér mikinn sparnað, bæði með tilliti til kostnaðar og lengd skurðaðgerða. Þá hefur hún einnig hjálpað skurlæknum að átta sig á vandkvæðum sem ekki lágu fyrir áður en haldið var inn í skurðstofuna. „Í einu tilviki við heilauppskurð var uppskurðar-ferlinu breytt þökk sé áætlunargerð með hjálp þrívíddarmódela,“ segir Gargiulo. Þrívíddartæknin er ekki bara hentug fyrir heilbrigðisvísindin enda er hún farin að ryðja sér til rúms á heimilinum. Ormsson hefur sölu á þrívíddarprenturum á næstu dögum. Dýrari týpan er litlu stærri en þvottavél og lítur í raun út eins og hvað annað heimilistæki. Hún kostar álíka mikið og hefðbundinn flatskjár. „Þú getur prentað nánast það sem þú vilt úr úr þessu,“ segir Stefán Melsteð, innkaupastjóri hjá Ormsson. „Allt frá taflmönnum, símahulstrum, fígúrum, armböndum og hvaðeina.“ „Það má prenta ljósarofa og nánast alla innanstokksmuni,“ segir Ranald Haig, sölustjóri hjá ProNor, sem framleiðir þrívíddarprentar, og bætir við: „Það er raunar hægt að prenta bíl.“ Í þessari ótrúlegu tækni sjáum við í raun vísi að nýrri iðnbyltingu, þar sem framleiðslumagnið skiptir ekki máli og sjálf fjöldaframleiðslan er ekki lengur á vegum stórfyrirtækja eða yfirvalda, heldur fólksins. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Tilraunaverkefni Landspítalans með þrívíddarprentun hefur gengið framar vonum og þegar bjargað mannslífum. Þessi nýstárlega tækni er nú á leið inn á heimilin. Þrívíddarprentun er hreint engin vísindaskáldskapur. Þessi tímamótatækni er nú notuð af háskólum og stórfyrirtækjum vítt og breitt um heiminn. Landspítalinn er þar engin undantekning. Paolo Gargiulo, lektor við tækni- og verkfræðideild HR og einn fremsti sérfræðingur veraldar á sviði þrívíddarprentunar, stýrir þessu verkefni spítalans en það er einstakt á heimsvísu. Hann vinnur nú með helstu sérfræðingum Landspítalans, þar á meðal heilaskurðlæknum, sem freista þess að meta mein sjúklinga í þrívídd og skipuleggja aðgerðir. „Mér vitandi eru ekki margar stofnanir sem hraðframleiða frumyndir fyrir sjúkrahúsgeirann,“ segir Gargiulo en hann er doktor í heilbrigðisverkfræði. Þessi tilraunastarfsemi Landspítalans felur í sér mikinn sparnað, bæði með tilliti til kostnaðar og lengd skurðaðgerða. Þá hefur hún einnig hjálpað skurlæknum að átta sig á vandkvæðum sem ekki lágu fyrir áður en haldið var inn í skurðstofuna. „Í einu tilviki við heilauppskurð var uppskurðar-ferlinu breytt þökk sé áætlunargerð með hjálp þrívíddarmódela,“ segir Gargiulo. Þrívíddartæknin er ekki bara hentug fyrir heilbrigðisvísindin enda er hún farin að ryðja sér til rúms á heimilinum. Ormsson hefur sölu á þrívíddarprenturum á næstu dögum. Dýrari týpan er litlu stærri en þvottavél og lítur í raun út eins og hvað annað heimilistæki. Hún kostar álíka mikið og hefðbundinn flatskjár. „Þú getur prentað nánast það sem þú vilt úr úr þessu,“ segir Stefán Melsteð, innkaupastjóri hjá Ormsson. „Allt frá taflmönnum, símahulstrum, fígúrum, armböndum og hvaðeina.“ „Það má prenta ljósarofa og nánast alla innanstokksmuni,“ segir Ranald Haig, sölustjóri hjá ProNor, sem framleiðir þrívíddarprentar, og bætir við: „Það er raunar hægt að prenta bíl.“ Í þessari ótrúlegu tækni sjáum við í raun vísi að nýrri iðnbyltingu, þar sem framleiðslumagnið skiptir ekki máli og sjálf fjöldaframleiðslan er ekki lengur á vegum stórfyrirtækja eða yfirvalda, heldur fólksins.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira