Þvottavél, örbylgjuofn, ísskápur og 3D-prentari? Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. september 2013 20:01 Tilraunaverkefni Landspítalans með þrívíddarprentun hefur gengið framar vonum og þegar bjargað mannslífum. Þessi nýstárlega tækni er nú á leið inn á heimilin. Þrívíddarprentun er hreint engin vísindaskáldskapur. Þessi tímamótatækni er nú notuð af háskólum og stórfyrirtækjum vítt og breitt um heiminn. Landspítalinn er þar engin undantekning. Paolo Gargiulo, lektor við tækni- og verkfræðideild HR og einn fremsti sérfræðingur veraldar á sviði þrívíddarprentunar, stýrir þessu verkefni spítalans en það er einstakt á heimsvísu. Hann vinnur nú með helstu sérfræðingum Landspítalans, þar á meðal heilaskurðlæknum, sem freista þess að meta mein sjúklinga í þrívídd og skipuleggja aðgerðir. „Mér vitandi eru ekki margar stofnanir sem hraðframleiða frumyndir fyrir sjúkrahúsgeirann,“ segir Gargiulo en hann er doktor í heilbrigðisverkfræði. Þessi tilraunastarfsemi Landspítalans felur í sér mikinn sparnað, bæði með tilliti til kostnaðar og lengd skurðaðgerða. Þá hefur hún einnig hjálpað skurlæknum að átta sig á vandkvæðum sem ekki lágu fyrir áður en haldið var inn í skurðstofuna. „Í einu tilviki við heilauppskurð var uppskurðar-ferlinu breytt þökk sé áætlunargerð með hjálp þrívíddarmódela,“ segir Gargiulo. Þrívíddartæknin er ekki bara hentug fyrir heilbrigðisvísindin enda er hún farin að ryðja sér til rúms á heimilinum. Ormsson hefur sölu á þrívíddarprenturum á næstu dögum. Dýrari týpan er litlu stærri en þvottavél og lítur í raun út eins og hvað annað heimilistæki. Hún kostar álíka mikið og hefðbundinn flatskjár. „Þú getur prentað nánast það sem þú vilt úr úr þessu,“ segir Stefán Melsteð, innkaupastjóri hjá Ormsson. „Allt frá taflmönnum, símahulstrum, fígúrum, armböndum og hvaðeina.“ „Það má prenta ljósarofa og nánast alla innanstokksmuni,“ segir Ranald Haig, sölustjóri hjá ProNor, sem framleiðir þrívíddarprentar, og bætir við: „Það er raunar hægt að prenta bíl.“ Í þessari ótrúlegu tækni sjáum við í raun vísi að nýrri iðnbyltingu, þar sem framleiðslumagnið skiptir ekki máli og sjálf fjöldaframleiðslan er ekki lengur á vegum stórfyrirtækja eða yfirvalda, heldur fólksins. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira
Tilraunaverkefni Landspítalans með þrívíddarprentun hefur gengið framar vonum og þegar bjargað mannslífum. Þessi nýstárlega tækni er nú á leið inn á heimilin. Þrívíddarprentun er hreint engin vísindaskáldskapur. Þessi tímamótatækni er nú notuð af háskólum og stórfyrirtækjum vítt og breitt um heiminn. Landspítalinn er þar engin undantekning. Paolo Gargiulo, lektor við tækni- og verkfræðideild HR og einn fremsti sérfræðingur veraldar á sviði þrívíddarprentunar, stýrir þessu verkefni spítalans en það er einstakt á heimsvísu. Hann vinnur nú með helstu sérfræðingum Landspítalans, þar á meðal heilaskurðlæknum, sem freista þess að meta mein sjúklinga í þrívídd og skipuleggja aðgerðir. „Mér vitandi eru ekki margar stofnanir sem hraðframleiða frumyndir fyrir sjúkrahúsgeirann,“ segir Gargiulo en hann er doktor í heilbrigðisverkfræði. Þessi tilraunastarfsemi Landspítalans felur í sér mikinn sparnað, bæði með tilliti til kostnaðar og lengd skurðaðgerða. Þá hefur hún einnig hjálpað skurlæknum að átta sig á vandkvæðum sem ekki lágu fyrir áður en haldið var inn í skurðstofuna. „Í einu tilviki við heilauppskurð var uppskurðar-ferlinu breytt þökk sé áætlunargerð með hjálp þrívíddarmódela,“ segir Gargiulo. Þrívíddartæknin er ekki bara hentug fyrir heilbrigðisvísindin enda er hún farin að ryðja sér til rúms á heimilinum. Ormsson hefur sölu á þrívíddarprenturum á næstu dögum. Dýrari týpan er litlu stærri en þvottavél og lítur í raun út eins og hvað annað heimilistæki. Hún kostar álíka mikið og hefðbundinn flatskjár. „Þú getur prentað nánast það sem þú vilt úr úr þessu,“ segir Stefán Melsteð, innkaupastjóri hjá Ormsson. „Allt frá taflmönnum, símahulstrum, fígúrum, armböndum og hvaðeina.“ „Það má prenta ljósarofa og nánast alla innanstokksmuni,“ segir Ranald Haig, sölustjóri hjá ProNor, sem framleiðir þrívíddarprentar, og bætir við: „Það er raunar hægt að prenta bíl.“ Í þessari ótrúlegu tækni sjáum við í raun vísi að nýrri iðnbyltingu, þar sem framleiðslumagnið skiptir ekki máli og sjálf fjöldaframleiðslan er ekki lengur á vegum stórfyrirtækja eða yfirvalda, heldur fólksins.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira