Erlent

Landtökur þarf að stöðva strax

fundur í jerúsalem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í Jerúsalem. Fréttablaðið/AP
fundur í jerúsalem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í Jerúsalem. Fréttablaðið/AP

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti stjórnvöld í Ísrael í gær til þess að stöðva uppbyggingu landtökumanna á hernumdum svæðum í Palestínu til að glæða vonir um frið fyrir botni Miðjarðarhafs.

Í heimsókn sinni hitti Kerry bæði Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Salam Fajad, fráfarandi forsætisráðherra Palestínu, í von um að friðarferlið kæmist aftur á skrið eftir hátt í fimm ára kyrrstöðu. Kerry undirstrikaði stuðning Bandaríkjanna við það sjónarmið Ísraela að friðarviðræður hefjist án ákveðinna skilyrða.

Deilan um landnámið má ekki, að sögn Kerrys, standa í vegi fyrir því að loks verði hægt að binda enda á ófriðinn með skýrum landamærum. „Staða Bandaríkjanna varðandi landnámið er skýr og óbreytt. Það ætti að stöðva,“ sagði Kerry og sagði þá skoðun vera í samræmi við kröfur alþjóðasamfélagsins. Kerry sagði að framhaldið væri í höndum leiðtoga Ísraels og Palestínu. „Við erum að koma að þeim tímapunkti þegar verður að horfast í augu við erfiðar ákvarðanir.“ - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×