Fótbolti

Beckham ekki með PSG á morgun - ferillinn búinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham.
David Beckham. Mynd/Nordic Photos/Getty

David Beckham var ekki valinn í 19 manna leikmannahóp franska liðsins Paris St Germain sem mætir Lorient á morgun í lokaumferð frönsku deildarinnar. Það þýðir að Beckham hefur spilað sinn síðasta leik á ferlinum.

Beckham var fyrirliði PSG um síðustu helgi og lagði þá upp eitt marka liðsins í 3-1 sigri á Brest. Beckham sem er orðinn 38 ára gamall tilkynnti það í aðdraganda þess leiks að hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

Beckham fékk heiðursskiptingu á 81. mínútu leiksins um síðustu helgi og fékk þá eftirminnilegar viðtökur hjá troðfullum Parc des Princes. það var því búist við því að hann yrði ekki með á morgun.

David Beckham lék tíu deildarleiki með Paris St Germain á þessu tímabili og  hjálpaði liðinu að vinna meistaratitilinn. Það var tíundi meistaratitilinn á ferli Beckham sem varð meistari í fjórum löndum.


Tengdar fréttir

Beckham ætlar að hætta

David Beckham mun binda endi á knattspyrnuferil sinn að loknu núverandi tímabili. Þetta kemur fram á vef enska blaðsins Daily Mail og var stuttu síðar staðfest af enska knattspyrnusambandinu.

Beckham kvaddi með stoðsendingu

David Beckham lék sinn síðasta knattspyrnuleik á ferlinu í kvöld þegar PSG sigraði Brest í París í kvöld og lagði upp eitt marka liðsins en Zlatan Ibrahimovic skoraði hin tvö mörkin.

Tár á hvarmi þegar Beckham kvaddi

Knattspyrnuheimurinn kvaddi einn sinn dáðasta son í gærkvöldi þegar David Beckham spilaði sinn síðasta leik á ferlinum.

Zlatan og Beckham enn og aftur meistarar

PSG varð í gærkvöldi franskur meistari í knattspyrnu í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi eftir 1-0 sigur á Lyon. Jeremy Menez skoraði mark leiksins.

Waddle: Beckham ekki einn af þúsund bestu leikmönnunum

Chris Waddle, fyrrum leikmaður Tottenham og enska landsliðsins, er langt frá því að vera einn af mestu aðdáendum enska knattspyrnumannsins David Beckham ef marka má útvarpsviðtal við hann á BBC. Beckham tilkynnti það í gær að hann ætli að hætta í boltanum eftir þetta tímabil með franska liðinu Paris St-Germain.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×