Laddi áfram í spaugstofunni 4. desember 2013 12:49 Laddi með félögum sínum í Spaugstofunni. Mynd/GVA Laddi, eða Þórhallur Sigurðsson eins og hann heitir í þjóðskránni, var raunar einn af stofnendum Spaugstofunnar árið 1986. „Þá voru framleiddir fjórir þættir undir heitinu Spaugstofan. Svo hætti ég, fór í Gríniðjuna með Gísla Rúnari og fór að gera Heilsubælið. Spaugstofan hélt áfram án mín og fór að gera fasta vikulega þætti með góðum árangri,“ segir Laddi. Í upphafi var Pálmi Gestsson ekki í hópnum en hann gekk til liðs við Spaugstofuna árið 1989. Spaugstofumenn hafa átt óviðjafnanlegu gengi að fagna enda hefur þáttur þeirra verið í gangi í Sjónvarpinu og síðan á Stöð 2 með hléum frá því í janúar 1989, þegar hann hóf göngu sína undir nafninu ’89 á stöðinni. Árið eftir hét hún ’90 af stöðinni og enn síðar Enn ein stöðin. Laddi hefur eins og aðrir landsmenn fylgst með þeim félögum á skjánum í gegnum árin en fékk nú í haust loks að ganga til liðs við þá á ný. „Það er alveg frábært að vinna með Spaugstofumönnum. Stemningin á tökustað er alltaf góð. Það er rosalega gaman hjá okkur enda mikið grínað og hlegið,“ segir Laddi og bætir við að oft kvikni nýjar hugmyndir á tökustað sem þróist jafnvel í glænýja sketsa. En urðu einhverjar breytingar á Spaugstofunni við komu Ladda? „Auðvitað breytist alltaf eitthvað þegar nýr maður kemur inn. Það koma fleiri hugmyndir fram og fleiri karakterar bætast í hópinn,“ segir Laddi og segist smellpassa inn í hópinn. „Enda erum við með mjög svipaðan húmor,“ segir hann glettinn. Spaugstofan verður á sínum stað nk. laugardag á Stöð 2. Ladda þykir líklegt að þeir verði á jólalegum nótum líkt og þjóðfélagið enda endurspegla þættirnir oftar en ekki það sem er að gerast í samfélaginu á hverjum tíma. En er alltaf úr nægu að moða? „Það er misjafnt. Stundum er eitthvað lítið að gerast og þá er þetta erfiðara. Þá erum við bara með eitthvað léttara inni á milli.“ Milli jóla og nýárs, laugardaginn 28. desember, verður sérstakur hátíðarþáttur af Spaugstofunni þar sem birt verður brot af því besta með Spaugstofunni í vetur. „Ég get lofað því að hann verður góður,“ segir Laddi. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Laddi, eða Þórhallur Sigurðsson eins og hann heitir í þjóðskránni, var raunar einn af stofnendum Spaugstofunnar árið 1986. „Þá voru framleiddir fjórir þættir undir heitinu Spaugstofan. Svo hætti ég, fór í Gríniðjuna með Gísla Rúnari og fór að gera Heilsubælið. Spaugstofan hélt áfram án mín og fór að gera fasta vikulega þætti með góðum árangri,“ segir Laddi. Í upphafi var Pálmi Gestsson ekki í hópnum en hann gekk til liðs við Spaugstofuna árið 1989. Spaugstofumenn hafa átt óviðjafnanlegu gengi að fagna enda hefur þáttur þeirra verið í gangi í Sjónvarpinu og síðan á Stöð 2 með hléum frá því í janúar 1989, þegar hann hóf göngu sína undir nafninu ’89 á stöðinni. Árið eftir hét hún ’90 af stöðinni og enn síðar Enn ein stöðin. Laddi hefur eins og aðrir landsmenn fylgst með þeim félögum á skjánum í gegnum árin en fékk nú í haust loks að ganga til liðs við þá á ný. „Það er alveg frábært að vinna með Spaugstofumönnum. Stemningin á tökustað er alltaf góð. Það er rosalega gaman hjá okkur enda mikið grínað og hlegið,“ segir Laddi og bætir við að oft kvikni nýjar hugmyndir á tökustað sem þróist jafnvel í glænýja sketsa. En urðu einhverjar breytingar á Spaugstofunni við komu Ladda? „Auðvitað breytist alltaf eitthvað þegar nýr maður kemur inn. Það koma fleiri hugmyndir fram og fleiri karakterar bætast í hópinn,“ segir Laddi og segist smellpassa inn í hópinn. „Enda erum við með mjög svipaðan húmor,“ segir hann glettinn. Spaugstofan verður á sínum stað nk. laugardag á Stöð 2. Ladda þykir líklegt að þeir verði á jólalegum nótum líkt og þjóðfélagið enda endurspegla þættirnir oftar en ekki það sem er að gerast í samfélaginu á hverjum tíma. En er alltaf úr nægu að moða? „Það er misjafnt. Stundum er eitthvað lítið að gerast og þá er þetta erfiðara. Þá erum við bara með eitthvað léttara inni á milli.“ Milli jóla og nýárs, laugardaginn 28. desember, verður sérstakur hátíðarþáttur af Spaugstofunni þar sem birt verður brot af því besta með Spaugstofunni í vetur. „Ég get lofað því að hann verður góður,“ segir Laddi.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira