Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - ÍBV 2-1 Árni Jóhannsson skrifar 21. júlí 2013 12:22 ÍA tók á móti ÍBV í Pepsi-deild karla í dag í leik sem byrjaði heldur rólega. Bæði lið byrjuðu leikinn hægt og voru mikið að þreifa á hvoru öðru og úr varð mikið miðjumoð fyrstu 20 mínúturnar. Eftir það náðu bæði lið ágætis spil köflum án þess þó að ná að nýta sér þau hálffæri sem þau sköpuðu sér. Á 31. mínútu leiksins dró til tíðinda þegar Jóhannes Karl Guðjónsson náði að skora mark fyrir heimamenn. Hár bolti barst inn í teig Eyjamanna og reyndi Eiður Aron Sigurbjörnsson að ná valdi á boltanum en missti hann undir fætur sínar. Þar var Jóhannes mættur, lagði boltann fyrir sig og renndi honum undir David James í markinu við mikinn fögnuð heimamanna. Eftir markið gerðist fátt markvert fyrr en á síðustu mínútu hálfleiksins þegar Ármann Smári Björnsson náði í aukaspyrnu fyrir Skagamenn rétt fyrir utan vítateig gestanna. Jóhannes Karl sá um að framkvæma spyrnuna og þrumaði boltanum í átt að marki en boltinn virtist hinsvegar á leiðinni framhjá. Small boltinn í brjóstkassa Gunnars Þorsteinssonar og breytti þaðan um stefnu og lak inn í markið án þess að David James næði að koma vörnum við. 2-0 fyrir heimamenn sem héldu ánægðir inn í hálfleik. Hermann Hreiðarsson hefur væntanlega látið vel í sér heyra í hálfleik því Eyjamenn komu dýrvitlausir til leiks í seinni hálfleik. Þeir gerðu tvær breytingar á liði sínu, Aaron Spear og Arnar Bragi Bergsson komu inn á fyrir Ragnar Pétursson og Ragnar Leóson. Það tók gestina ekki nema tæpar tvær mínútur að minnka muninn þegar Arnór Eyvar Ólafsson sendi gullfallega fyrirgjöf á fjærstöng Skagamanna þar sem Gunnar Már Guðmundsson stökk manna hæst og skallaði boltann glæsilega yfir Pál Gísla í marki heimamanna. Næstu 20 mínútur leiksins áttu Skagamenn í stökustu vandræðum með að ná valdi á boltanum og ÍBV var með öll völdin á vellinum án þess þó að ná að skora fleiri mörk. Leikurinn jafnaðist síðan út eftir það og áttu bæði lið í vandræðum með að finna samherja og því fátt um færi. Seinustu tíu mínúturnar voru spennuþrungnar þar sem Eyjamenn voru mikið meira með boltann en heimamenn sýndu mikla baráttu og vilja í að verja mark sitt og náðu á endanum að sigla heim þremur stigum, sem eru væntanlega kærkomin í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni. Eyjamenn geta hinsvegar verið svekktir með að ná ekki að nýta pressuna, sem þeir náðu upp í seinni hálfleik, til að taka allavega annað stigið sem var í boði í dag. Þorvaldur Örlygsson: Reynum bara að fara út á völl og spila fótboltaÞorvaldur Örlygsson sagði að sigurinn í dag hafi verið langþráður ef litið er á stöðutöfluna og að sigurinn hafi verið mjög ljúfur. „Góð þrjú stig í dag og frammistaða liðsins í fyrri hálfleik mjög góð fótboltalega séð. Við spiluðum vel og taktískt náðum við að gera góða hluti og ætluðum að reyna að halda því áfram í seinni hálfleik. Fáum hinsvegar á okkur mark sem gerði það að verkum að menn voru hræddir við að fá boltann og reyna að spila honum en baráttan, viljinn og hugrekki leikmanna var til fyrirmyndar í dag.“ Aðspurður hvort ÍA hafi sýnt sínar bestu hliðar í fyrri hálfleik sagði Þorvaldur: „Við sýndum mjög góðar hliðar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik sýndum við baráttu og vilja en hefðum getað stýrt boltanum betur á okkar eigin menn og reynt að halda honum betur innan liðsins. Það samt svo sem ekkert óeðlilegt að missa leikinn í stress þegar skorað er mark á þig snemma í hálfleiknum. Með einni sendingu betur hefum við komist í góða stöðu og nýtt okkur veikleika þeirra.“ „Maður er svosem lítið að velta því fyrir sér hvað andstæðingurinn er að gera og veikleikum hans, maður er frekar að spá í veikleikum okkar og hverjir er styrkir okkar“, sagði Þorvaldur þegar hann var spurður hvort Vestmanneyingar hafi komið sér á óvart í dag. Thomas Sörensen spilaði sinn fyrsta leik í dag fyrir ÍA og var Þorvaldur ánægður með hann og vonaði að hann myndi standa sig enn betur í næstu leikjum, að auki bætti hann við um leikmannamarkaðinn hér á landi: „Það er svo sem ekkert launungamál að við erum að leita og reyna að bæta við okkur mannskap en markaðurinn hér á landi er ekki mjög þægilegur. Það lokast allt hér inni og erfitt er að eiga við það en við erum að leita og vonandi getum við fengið einhverja inn en það þýðir ekki að við séum ekki að reyna.“ Um sjálfstraust sinna manna sagði Þorvaldur: „Sjálfstraust og ekki sjálfstraust, við reynum bara að fara út á völl og spila fótbolta. Strákarnir sýndu mér hinsvegar í dag að þeir eru tilbúnir að gefa allt í þetta.“ Hermann Hreiðarsson: Vorum of lengi í gangHermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV var að vonum ekki ánægður með að tapa leiknum en sagði: „Ég get verið sáttur með spilamennskuna í seinni hálfleiknum en í fyrri hálfleik var þetta lélegur fótboltaleikur sérstaklega hjá okkur. Það eru í raun og veru tvö einstaklingsmistök sem kosta okkur tvö mörk. Við komum síðan hrikalega sterkir inn í seinni hálfleikinn og stjórnuðum hraðanum gjörsamlega í leiknum, áttum margar frábærar sóknir og héldum áfram í 90 mínútur og ég get ekki annað en verið hrikalega ánægður með strákana. Þeir eru búnir að vera á ferð og flugi að undanförnu og við höfum mikið keyrt þetta á sama mannskap en það lét ekki á sjá hérna í restina. Við vorum helst til lengi í gang.“ „Það er búið að vera mikið af ferðalögum, við fórum til Færeyja, Akureyrar og Serbíu og það hefur náttúrulega einhver áhrif. Það hefði verið betra að æfa aðeins meira og undirbúa aðeins meira í stað þess að vera í flugvél“, sagði Hermann um ferðalög sinna manna að undanförnu. Hermann sagði að ekkert hafi komið sér á óvart í sambandi við spilamennsku Skagamanna. „Þeir spila upp á Ármann og reyna að ná seinni boltanum, við gerum mistök út frá því og þeir refsa okkur fyrir það.“ „Við tökum bara einn leik í einu, við erum búnir að sýna það og sanna í sumar að þegar við spilum vel er okkur allt fært og við eigum í fullu tré við hvaða lið sem er“, sagði Hermann um möguleika Eyjamanna á að vera í toppbaráttu í sumar og bætti við um leikinn á móti Rauðu Stjörnunni: „Mér lýst vel á leikinn, það er á brattann að sækja og það verður erfitt en það er alltaf von.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
ÍA tók á móti ÍBV í Pepsi-deild karla í dag í leik sem byrjaði heldur rólega. Bæði lið byrjuðu leikinn hægt og voru mikið að þreifa á hvoru öðru og úr varð mikið miðjumoð fyrstu 20 mínúturnar. Eftir það náðu bæði lið ágætis spil köflum án þess þó að ná að nýta sér þau hálffæri sem þau sköpuðu sér. Á 31. mínútu leiksins dró til tíðinda þegar Jóhannes Karl Guðjónsson náði að skora mark fyrir heimamenn. Hár bolti barst inn í teig Eyjamanna og reyndi Eiður Aron Sigurbjörnsson að ná valdi á boltanum en missti hann undir fætur sínar. Þar var Jóhannes mættur, lagði boltann fyrir sig og renndi honum undir David James í markinu við mikinn fögnuð heimamanna. Eftir markið gerðist fátt markvert fyrr en á síðustu mínútu hálfleiksins þegar Ármann Smári Björnsson náði í aukaspyrnu fyrir Skagamenn rétt fyrir utan vítateig gestanna. Jóhannes Karl sá um að framkvæma spyrnuna og þrumaði boltanum í átt að marki en boltinn virtist hinsvegar á leiðinni framhjá. Small boltinn í brjóstkassa Gunnars Þorsteinssonar og breytti þaðan um stefnu og lak inn í markið án þess að David James næði að koma vörnum við. 2-0 fyrir heimamenn sem héldu ánægðir inn í hálfleik. Hermann Hreiðarsson hefur væntanlega látið vel í sér heyra í hálfleik því Eyjamenn komu dýrvitlausir til leiks í seinni hálfleik. Þeir gerðu tvær breytingar á liði sínu, Aaron Spear og Arnar Bragi Bergsson komu inn á fyrir Ragnar Pétursson og Ragnar Leóson. Það tók gestina ekki nema tæpar tvær mínútur að minnka muninn þegar Arnór Eyvar Ólafsson sendi gullfallega fyrirgjöf á fjærstöng Skagamanna þar sem Gunnar Már Guðmundsson stökk manna hæst og skallaði boltann glæsilega yfir Pál Gísla í marki heimamanna. Næstu 20 mínútur leiksins áttu Skagamenn í stökustu vandræðum með að ná valdi á boltanum og ÍBV var með öll völdin á vellinum án þess þó að ná að skora fleiri mörk. Leikurinn jafnaðist síðan út eftir það og áttu bæði lið í vandræðum með að finna samherja og því fátt um færi. Seinustu tíu mínúturnar voru spennuþrungnar þar sem Eyjamenn voru mikið meira með boltann en heimamenn sýndu mikla baráttu og vilja í að verja mark sitt og náðu á endanum að sigla heim þremur stigum, sem eru væntanlega kærkomin í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni. Eyjamenn geta hinsvegar verið svekktir með að ná ekki að nýta pressuna, sem þeir náðu upp í seinni hálfleik, til að taka allavega annað stigið sem var í boði í dag. Þorvaldur Örlygsson: Reynum bara að fara út á völl og spila fótboltaÞorvaldur Örlygsson sagði að sigurinn í dag hafi verið langþráður ef litið er á stöðutöfluna og að sigurinn hafi verið mjög ljúfur. „Góð þrjú stig í dag og frammistaða liðsins í fyrri hálfleik mjög góð fótboltalega séð. Við spiluðum vel og taktískt náðum við að gera góða hluti og ætluðum að reyna að halda því áfram í seinni hálfleik. Fáum hinsvegar á okkur mark sem gerði það að verkum að menn voru hræddir við að fá boltann og reyna að spila honum en baráttan, viljinn og hugrekki leikmanna var til fyrirmyndar í dag.“ Aðspurður hvort ÍA hafi sýnt sínar bestu hliðar í fyrri hálfleik sagði Þorvaldur: „Við sýndum mjög góðar hliðar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik sýndum við baráttu og vilja en hefðum getað stýrt boltanum betur á okkar eigin menn og reynt að halda honum betur innan liðsins. Það samt svo sem ekkert óeðlilegt að missa leikinn í stress þegar skorað er mark á þig snemma í hálfleiknum. Með einni sendingu betur hefum við komist í góða stöðu og nýtt okkur veikleika þeirra.“ „Maður er svosem lítið að velta því fyrir sér hvað andstæðingurinn er að gera og veikleikum hans, maður er frekar að spá í veikleikum okkar og hverjir er styrkir okkar“, sagði Þorvaldur þegar hann var spurður hvort Vestmanneyingar hafi komið sér á óvart í dag. Thomas Sörensen spilaði sinn fyrsta leik í dag fyrir ÍA og var Þorvaldur ánægður með hann og vonaði að hann myndi standa sig enn betur í næstu leikjum, að auki bætti hann við um leikmannamarkaðinn hér á landi: „Það er svo sem ekkert launungamál að við erum að leita og reyna að bæta við okkur mannskap en markaðurinn hér á landi er ekki mjög þægilegur. Það lokast allt hér inni og erfitt er að eiga við það en við erum að leita og vonandi getum við fengið einhverja inn en það þýðir ekki að við séum ekki að reyna.“ Um sjálfstraust sinna manna sagði Þorvaldur: „Sjálfstraust og ekki sjálfstraust, við reynum bara að fara út á völl og spila fótbolta. Strákarnir sýndu mér hinsvegar í dag að þeir eru tilbúnir að gefa allt í þetta.“ Hermann Hreiðarsson: Vorum of lengi í gangHermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV var að vonum ekki ánægður með að tapa leiknum en sagði: „Ég get verið sáttur með spilamennskuna í seinni hálfleiknum en í fyrri hálfleik var þetta lélegur fótboltaleikur sérstaklega hjá okkur. Það eru í raun og veru tvö einstaklingsmistök sem kosta okkur tvö mörk. Við komum síðan hrikalega sterkir inn í seinni hálfleikinn og stjórnuðum hraðanum gjörsamlega í leiknum, áttum margar frábærar sóknir og héldum áfram í 90 mínútur og ég get ekki annað en verið hrikalega ánægður með strákana. Þeir eru búnir að vera á ferð og flugi að undanförnu og við höfum mikið keyrt þetta á sama mannskap en það lét ekki á sjá hérna í restina. Við vorum helst til lengi í gang.“ „Það er búið að vera mikið af ferðalögum, við fórum til Færeyja, Akureyrar og Serbíu og það hefur náttúrulega einhver áhrif. Það hefði verið betra að æfa aðeins meira og undirbúa aðeins meira í stað þess að vera í flugvél“, sagði Hermann um ferðalög sinna manna að undanförnu. Hermann sagði að ekkert hafi komið sér á óvart í sambandi við spilamennsku Skagamanna. „Þeir spila upp á Ármann og reyna að ná seinni boltanum, við gerum mistök út frá því og þeir refsa okkur fyrir það.“ „Við tökum bara einn leik í einu, við erum búnir að sýna það og sanna í sumar að þegar við spilum vel er okkur allt fært og við eigum í fullu tré við hvaða lið sem er“, sagði Hermann um möguleika Eyjamanna á að vera í toppbaráttu í sumar og bætti við um leikinn á móti Rauðu Stjörnunni: „Mér lýst vel á leikinn, það er á brattann að sækja og það verður erfitt en það er alltaf von.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti