Enski boltinn

Góðs viti fyrir Man. Utd að hafa Halsey á flautunni

Halsey gantast við Michael Owen er hann spilaði með United.
Halsey gantast við Michael Owen er hann spilaði með United.
Man. Utd mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni. Það er góðs viti fyrir stuðningsmenn Man. Utd að Mark Halsey muni dæma leikinn því United hefur ekki tapað leik hjá Halsey í tæp tíu ár.

United tapaði síðast með Halsey á flautunni þann 31. ágúst árið 2003. Þá tapaði liðið 1-0 gegn Southampton á St. Mary's með marki frá James Beattie á 88. mínútu. Ungur Cristiano Ronaldo komst aðeins á bekkinn hjá Man. Utd í þeim leik.

Halsey er búinn að dæma 21 leik hjá United síðan þá og aldrei hefur United tapað. Þeir hafa unnið 18 leiki og gert 3 jafntefli. Markatalan er 47-11 United í hag.

Síðustu 13 leiki með Halsey á flautunni hefur United unnið. Halsey hefur þess utan dæmt víti á andstæðinga United í síðustu þremur leikjum.

Halsey hefur þrisvar dæmt leiki Man. Utd og Everton. United hefur unnið þá alla og ekki fengið á sig mark.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×