Innlent

Virðist hafa verið á röngum vegarhelmingi

Svo virðist sem maðurinn sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann sjöunda ágúst síðastliðinn hafi verið á öfugum vegarhelmingi þegar sendibíll hans lenti í í árekstri við vörubifreið.

Þetta hafa skýrslutökur yfir ökumanni vörubílsins og vitnum að slysinu leitt í ljós, sem og ítarleg skoðun á vettvangi, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Sendibíllinn lenti með vinstra framhorn á vinstra framhorni vörubifreiðarinnar sem ekið var, á réttum vegarhelmingi,  í gagnstæða átt.  

Ökumaður hennar var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×