Enski boltinn

Rodgers: Verður erfitt að finna staðgengil Carragher

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brendan Rodgers og Jamie Carragher
Brendan Rodgers og Jamie Carragher Mynd / Getty Images
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, gerir sér grein fyrir því að hann mun þurfa fá mikinn karakter til liðs við Liverpool til að leysa Jamie Carragher af hólmi þegar hann leggur skóna á hilluna eftir tímabilið.

Carragher tilkynnti fyrir nokkrum vikum að hann myndi leggja skóna á hilluna í maí næstkomandi og þá mun 16 ára atvinnumannaferli Englendingsins ljúka.

„Ég á eftir að sakna hans," sagði Brendan Rodgers í viðtal ytra.

„Þetta er ótrúleg persóna sem leggur sig ávallt allan fram og virkilega góður maður. Það er aldrei neinn leikmaður ómissandi en það verður samt sem áður erfitt fyrir félagið að missa þennan leiðtoga."

„Ég verð að finna leikmann sem getur tekið við honum, hvort sem það verður leikmaður liðsins í dag eða nýr inn í hópinn, það verður að koma í ljós. Við þurfum mann sem getur stjórnað vörninni og sýnt gott fordæmi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×