Enski boltinn

Aron Einar og Björn Bergmann á skotskónum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Einar horfir hér á eftir boltanum í netið.
Aron Einar horfir hér á eftir boltanum í netið. Mynd. / Getty Images
Tveir Íslendingar voru á skotskónum í ensku 1. deildinni í dag en þeir Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, og Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður Wolves, skoruðu báðir sitt markið hvor fyrir félög sín.

Aron Einar kom Cardiff yfir gegn Peterborough á 23. mínútu leiksins en liðið tapaði samt sem áður óvænt leiknum 2-1.

Aron Einar hefur nú skorað átta mörk í deildinni fyrir Cardiff sem er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar.

Björn Bergmann Sigurðarson en hann gerði annað mark Wolves í 3-2 sigri félagsins á Middlesbrough en Úlfarnir eru samt sem áður ennþá í fallsæti í deildinni og mikill barátta framundan hjá þeim til að falla ekki niður í 2. deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×