Enski boltinn

Villas-Boas: Sýndum andlegan styrk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd. / Getty Images.
Andre Villas-Boas var virkilega sáttur með stigin þrjú gegn Swansea í dag en Totteham vann leikinn 2-1 á útivelli. Liðið skaust upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum.

„Það var mikilvægt að koma til baka í dag eftir að síðustu tveir leikir liðsins hafa tapast. Það er gríðarlega erfitt að koma á þennan völl og ná í sigur, þetta er sterkt andlega fyrir strákana.“

„Við byrjuðum leikinn einstaklega vel og náðum fljótlega í 2-0 forystu. Við ræddum síðan um í hálfleik að skora þetta þriðja mark sem gerir út um leiki, en það hafðist ekki í dag.“

„Þessi sigur í dag sýnir hversu ákveðnir strákarnir eru í að ná markmiðum sínum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×