Enski boltinn

Mancini: Frábær frammistaða hjá liðinu í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Roberto Mancini
Roberto Mancini Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, gat glaðst yfir spilamennsku liðsins eftir sigurinn gegn Newcastle, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Manchester City lék frábærlega og hefði sigurinn hæglega getað orðið stærri.

„Þetta var frábær frammistaða,“ sagði Roberti Mancini, eftir leikinn.

„Þetta var ekki auðvelt þó tölurnar gefi annað til kynna. Newcastle er með gott lið og því var þessi sigur sætur.“

„Kannski er titillinn runninn úr okkar greipum en við ætlum okkur að halda áfram og gefa okkur alla í verkefnið.“

„Samir Nasri var frábær í dag og ef við höldum áfram að spila svona vel út leiktíðina verðum við ekki í vandræðum næstu mánuði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×