Fótbolti

Kolbeinn skoraði í toppslagnum

Kolbeinn fagnar marki sínu í dag.
Kolbeinn fagnar marki sínu í dag.
Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax stigu afar mikilvægt skref í átt að hollenska meistaratitlinum í dag er þeir unnu toppslaginn gegn PSV, 2-3.

Kolbeinn kom sínum mönnum yfir á 33. mínútu en Jeremain Lens jafnaði rétt fyrir hlé. Christian Eriksen kom Ajax aftur yfir á 52. mínútu en Lens jafnaði aftur fyrir PSV.

Daninn Eriksen lagði svo upp sigurmark leiksins fyrir Derk Boerrigter þrettán mínútum fyrir leikslok.

Ajax er með 66 stig á toppnum en PSV er með 60 stig í þriðja sæti og möguleikar þeirra nánast úr sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×