Innlent

Skokkhópur "sló skjaldborg um tryppið"

Jóhannes Stefánsson skrifar
Gleði frá Ártúni slapp úr girðingu og skokkararnir hjálpuðu til við að fanga hann. Mynd tengist frétt ekki beint.
Gleði frá Ártúni slapp úr girðingu og skokkararnir hjálpuðu til við að fanga hann. Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd/ Getty

Fjölmennt lið lögreglu var sent í Ártúnsbrekkuna eftir að hestur sást þar á beit í vegkantinum. Skokkhópur sem átti leið hjá aðstoðaði lögreglu við að fanga hestinn.

Um var að ræða merina gleði frá Ártúni sem slapp úr girðingu á Árbæjarsafninu en lögreglu gekk greiðlega að handsama hana og koma aftur til síns heima með aðstoð skokkhóps sem átti leið hjá vettvanginum. Engin slys urðu á fólki, hesturinn er ómeiddur og engar tafir urðu á umferð vegna atviksins.

Ólafur H Knútsson varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir hrossið hafa verið á beit við Rafstöðvarveg: „Hann var á beit bara þarna við Ártúnsbrekkuna neðan við kartöflugeymsluna þar sem beygt er af Ártúnsbrekku og inn á Rafstöðvarveg. Þar er svona smá horn sem er með trjám og hann var þar. Mesta hættan var náttúrulega að hann hlypi inn á Ártúnsbrekku,“ segir Ólafur.

Lögreglumenn á vakt voru sendir á vettvang en skokkhópur kom á vettvang og aðstoðaði lögreglu:

„Þeir fóru strax í það að koma í veg fyrir að hrossið hlypi út í morgunumferðina. Það var mesta hættan. Þessi skokkhópur slógu bara skjaldborg utan um tryppið."

Aðspurður að því hvort einhverjar tafir hafi orðið á umferð segir Ólafur: „Það urðu engar tafir á umferð, hann er kominn inn í girðingu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×