Alltaf sömu lögmál í fótbolta Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2013 08:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við liði ÍBV um helgina en hann hefur aldrei áður stýrt karlaliði. fréttablaðið/óskar Sigurður Ragnar Eyjólfsson var ráðinn þjálfari karlaliðs ÍBV um helgina og hann mun stjórna liðinu næstu þrjú árin. Sigurður stýrði kvennaliði Íslands frá árinu 2007 fram yfir Evrópumótið í sumar, þar sem hann kom liðinu í 8-liða úrslit keppninnar. Sigurður náði því besta árangri í sögu kvennalandsliðsins í sumar og kom liðinu í tvígang á stórmót á þeim sex árum sem hann var með liðið. Núna hefur hann tekið skref í aðra átt og mun stýra karlaliði á næsta tímabili. „Mér líst bara rosalega vel á þetta og ég er mjög spenntur fyrir þessari áskorun á mínum þjálfaraferli,“ segir Sigurður Ragnar en hann tekur við liðinu af Hermanni Hreiðarssyni sem hætti í ÍBV á dögunum, en hann hafði aðeins þjálfað liðið í eitt tímabil. Hermann hætti af persónulegum ástæðum og var ráðinn til framtíðar á sínum tíma. „Þetta er rétti tímapunkturinn fyrir mig að færa mig yfir í félagslið og fá þá að vera með liðið á hverjum degi. Það er allt annað að vera með landslið og félagslið og núna get ég verið meira í sambandi við mína leikmenn. Þegar maður er með landslið þá hittir þú kannski leikmenn í fjóra daga og síðan ekki aftur fyrir en eftir tvo til þrjá mánuði og því verður þetta skemmtileg breyting fyrir mig.“ Sigurður Ragnar hefur að undanförnu starfað sem fræðslufulltrúi Knattspyrnusambands Íslands en hann lætur nú af störfum hjá sambandinu. „Núna eru jafnframt mínar skyldur meiri og ábyrgð mín á líkamlegu atgervi leikmanna er mun meiri þegar ég er með liðið allt árið um kring. Þetta er samt sem áður breyting til hins betra og það verður frábært að geta unnið með leikmönnum reglulega.“Þurfum að styrkja hópinn Eyjamenn höfnuðu í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð og liðið lék oft á tíðum nokkuð vel þrátt fyrri nokkuð þunnskipaðan hóp. „Það er á dagskránni að styrkja hópinn á réttum stöðum. Það er frábær efniviður hjá ÍBV eins og staðan er í dag en engu að síður viljum við styrkja okkur og komast lengra með liðið á næsta tímabili. Það er allt til alls hjá þessu félagi og góður grunnur til að byggja á. Það spilaði mikið inn í mína ákvörðun að taka við liðinu.“ Sigurður vann síðast með karlalið í upphafi ferilsins þegar hann þjálfaði í yngri flokkum KR fyrir um áratug síðan. Hann hætti með kvennalandsliðið eftir Evrópumótið í Svíþjóð og þótti kominn tími til að snúa sér að öðru. „Ég var síðast með litla gutta hjá KR og vissulega verður þetta nokkuð frábrugðið því að vera með kvennalið. Það gilda alltaf sömu lögmál í fótbolta og því margt mjög svipað en leikurinn er til að mynda mun hraðari karlamegin og líkamlegur styrkur þeirra töluvert meiri en kvennamegin.“ Þjálfarinn var inni í myndinni um stöðu landsliðsþjálfara enska kvennalandsliðsins en Hope Powell var sagt upp störfum fyrir skömmu eftir að hafa stýrt enska liðinu í 15 ár. Sigurður dró umsókn sína um starfið til baka og ákvað þá að taka við liði ÍBV. „Það var kominn tími á að ég myndi stíga til hliðar með landsliðinu og taka að mér annað verkefni. Ég er virkilega sáttur með þessa ákvörðun mína og tilhlökkunin er mikil að hefjast handa í Vestmannaeyjum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson var ráðinn þjálfari karlaliðs ÍBV um helgina og hann mun stjórna liðinu næstu þrjú árin. Sigurður stýrði kvennaliði Íslands frá árinu 2007 fram yfir Evrópumótið í sumar, þar sem hann kom liðinu í 8-liða úrslit keppninnar. Sigurður náði því besta árangri í sögu kvennalandsliðsins í sumar og kom liðinu í tvígang á stórmót á þeim sex árum sem hann var með liðið. Núna hefur hann tekið skref í aðra átt og mun stýra karlaliði á næsta tímabili. „Mér líst bara rosalega vel á þetta og ég er mjög spenntur fyrir þessari áskorun á mínum þjálfaraferli,“ segir Sigurður Ragnar en hann tekur við liðinu af Hermanni Hreiðarssyni sem hætti í ÍBV á dögunum, en hann hafði aðeins þjálfað liðið í eitt tímabil. Hermann hætti af persónulegum ástæðum og var ráðinn til framtíðar á sínum tíma. „Þetta er rétti tímapunkturinn fyrir mig að færa mig yfir í félagslið og fá þá að vera með liðið á hverjum degi. Það er allt annað að vera með landslið og félagslið og núna get ég verið meira í sambandi við mína leikmenn. Þegar maður er með landslið þá hittir þú kannski leikmenn í fjóra daga og síðan ekki aftur fyrir en eftir tvo til þrjá mánuði og því verður þetta skemmtileg breyting fyrir mig.“ Sigurður Ragnar hefur að undanförnu starfað sem fræðslufulltrúi Knattspyrnusambands Íslands en hann lætur nú af störfum hjá sambandinu. „Núna eru jafnframt mínar skyldur meiri og ábyrgð mín á líkamlegu atgervi leikmanna er mun meiri þegar ég er með liðið allt árið um kring. Þetta er samt sem áður breyting til hins betra og það verður frábært að geta unnið með leikmönnum reglulega.“Þurfum að styrkja hópinn Eyjamenn höfnuðu í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð og liðið lék oft á tíðum nokkuð vel þrátt fyrri nokkuð þunnskipaðan hóp. „Það er á dagskránni að styrkja hópinn á réttum stöðum. Það er frábær efniviður hjá ÍBV eins og staðan er í dag en engu að síður viljum við styrkja okkur og komast lengra með liðið á næsta tímabili. Það er allt til alls hjá þessu félagi og góður grunnur til að byggja á. Það spilaði mikið inn í mína ákvörðun að taka við liðinu.“ Sigurður vann síðast með karlalið í upphafi ferilsins þegar hann þjálfaði í yngri flokkum KR fyrir um áratug síðan. Hann hætti með kvennalandsliðið eftir Evrópumótið í Svíþjóð og þótti kominn tími til að snúa sér að öðru. „Ég var síðast með litla gutta hjá KR og vissulega verður þetta nokkuð frábrugðið því að vera með kvennalið. Það gilda alltaf sömu lögmál í fótbolta og því margt mjög svipað en leikurinn er til að mynda mun hraðari karlamegin og líkamlegur styrkur þeirra töluvert meiri en kvennamegin.“ Þjálfarinn var inni í myndinni um stöðu landsliðsþjálfara enska kvennalandsliðsins en Hope Powell var sagt upp störfum fyrir skömmu eftir að hafa stýrt enska liðinu í 15 ár. Sigurður dró umsókn sína um starfið til baka og ákvað þá að taka við liði ÍBV. „Það var kominn tími á að ég myndi stíga til hliðar með landsliðinu og taka að mér annað verkefni. Ég er virkilega sáttur með þessa ákvörðun mína og tilhlökkunin er mikil að hefjast handa í Vestmannaeyjum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira