Erfitt að reka líkamsræktarstöð í miðbænum UE skrifar 21. október 2013 11:00 Baðhúsið flytur úr Brautarholti í Smáralindina um áramótin. Þegar Baðhúsið flytur verður engin líkamsræktarstöð eftir í miðbænum. Fréttastofa Vísis hringdi í Lindu Pétursdóttur, eiganda Baðhússins, og spurði hana hverja hún teldi vera ástæðuna fyrir því að engin líkamsræktarstöð væri í miðbænum. Hún segir aðalástæðuna vera að aðkoman að líkamsræktarstöð í miðbænum sé erfið. „Bílastæðapláss skipta gríðarlega miklu máli í kringum þessa starfsemi,“ er mat Lindu og þau eru ekki á hverju strái í miðbænum. „Miðkjarni höfuðborgarsvæðisins hefur færst undanfarin ár,“ að sögn Lindu Pétursdóttur. Hún segir að kjarninn sé núna nær Smáralindinni en miðbænum. Skilyrðin fyrir rekstri líkamsræktarstöðvar séu auk þess betri í Smáralindinni en í miðbæ Reykjavíkur. Linda skoðaði miðbæinn þegar hún var að leita að húsnæði fyrir líkamsræktarstöð en fann ekkert heppilegt húsnæði. Líkamsræktarstöðvar þurfa mikið pláss, og húseiningar í miðbænum eru almennt litlar. Linda segir að það sé óhagkvæmt að reka litla líkamsræktarstöð. Starfsemi Baðhússins fer fram í um 1800 fermetra húsnæði. Þegar Linda er spurð hvort íbúar í miðbænum stundi einfaldlega minni líkamsrækt en aðrir segist hún ekki telja að það sé ástæðan. Það taki ekki nema tíu mínútur að keyra á milli bæjarhluta, og fólk velji ekki endilega þá líkamsræktarstöð sem er næst heimili þeirra, heldur þá sem því hugnast best. Viðskiptavinir Baðhússins búa til dæmis víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Þetta setur hinsvegar strik í reikninginn fyrir miðbæjarbúa sem eiga ekki bíl. Þeir geta þó sótt ýmis námskeið í Kramhúsinu og synt í Sundhöllinni.Hönnunarsamkeppni um stækkun Sundhallarinnar gerir ekki ráð fyrir líkamsræktarstöð. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Baðhúsið flytur úr Brautarholti í Smáralindina um áramótin. Þegar Baðhúsið flytur verður engin líkamsræktarstöð eftir í miðbænum. Fréttastofa Vísis hringdi í Lindu Pétursdóttur, eiganda Baðhússins, og spurði hana hverja hún teldi vera ástæðuna fyrir því að engin líkamsræktarstöð væri í miðbænum. Hún segir aðalástæðuna vera að aðkoman að líkamsræktarstöð í miðbænum sé erfið. „Bílastæðapláss skipta gríðarlega miklu máli í kringum þessa starfsemi,“ er mat Lindu og þau eru ekki á hverju strái í miðbænum. „Miðkjarni höfuðborgarsvæðisins hefur færst undanfarin ár,“ að sögn Lindu Pétursdóttur. Hún segir að kjarninn sé núna nær Smáralindinni en miðbænum. Skilyrðin fyrir rekstri líkamsræktarstöðvar séu auk þess betri í Smáralindinni en í miðbæ Reykjavíkur. Linda skoðaði miðbæinn þegar hún var að leita að húsnæði fyrir líkamsræktarstöð en fann ekkert heppilegt húsnæði. Líkamsræktarstöðvar þurfa mikið pláss, og húseiningar í miðbænum eru almennt litlar. Linda segir að það sé óhagkvæmt að reka litla líkamsræktarstöð. Starfsemi Baðhússins fer fram í um 1800 fermetra húsnæði. Þegar Linda er spurð hvort íbúar í miðbænum stundi einfaldlega minni líkamsrækt en aðrir segist hún ekki telja að það sé ástæðan. Það taki ekki nema tíu mínútur að keyra á milli bæjarhluta, og fólk velji ekki endilega þá líkamsræktarstöð sem er næst heimili þeirra, heldur þá sem því hugnast best. Viðskiptavinir Baðhússins búa til dæmis víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Þetta setur hinsvegar strik í reikninginn fyrir miðbæjarbúa sem eiga ekki bíl. Þeir geta þó sótt ýmis námskeið í Kramhúsinu og synt í Sundhöllinni.Hönnunarsamkeppni um stækkun Sundhallarinnar gerir ekki ráð fyrir líkamsræktarstöð.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira