Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 1-0 Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 23. júní 2013 00:01 ÍBV og Fram áttust við í dag, en leikurinn var í 8. umferð Pepsi-deildar karla. ÍBV var fyrir leikinn einu stigi fyrir ofan Fram sem að var í 7. sætinu með 11 stig. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en Eyjamenn spiluðu með golu í bakið til að byrja með, það virtist ekki henta þeim vel því að flestar lokasendingar enduðu út fyrir endalínu. Eyjamenn tóku við sér í seinni hálfleiknum og fóru að halda boltanum betur sem skilaði sér loksins á 83. mínútu þegar glæsilegt spil Eyjamanna endaði á því að Ian Jeffs sendi boltann á Gunnar Má Guðmundsson sem var réttur maður á réttum stað og kom boltanum yfir línuna. Vörn hvítklæddra Eyjamanna var vægast sagt frábær og spiluðu Eiður Aron og Arnór Eyvar þar manna best en nánast ómögulegt var fyrir Steven Lennon og Hólmbert Aron að búa sér til eitthvað í framlínunni. Sigurinn þýðir það að Eyjamenn eru komnir upp fyrir Breiðablik í fimmta sæti deildarinnar og eru aðeins 4 stigum frá toppnum en þeir taka á móti Stjörnumönnum sem eru í öðru sæti deildarinnar í næsta leik. Framarar sitja sem fastast í sjöunda sætinu með 11 stig og fá Blika í heimsókn í næstu umferð. Hermann Hreiðarsson: Karakterinn í strákunum er frábær„Við vorum sterkari aðilinn og áttum dauðafæri eftir innan við mínútu en náðum ekki einu sinni skoti á markið. Það voru nokkur svoleiðis atriði sem við náðum ekki að nýta,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leik sinna manna gegn Fram í dag. Eyjamenn náðu að innbyrða sigur undir lokin eftir frekar bragðdaufan leik. Eyjamenn náðu sínum öðrum 1-0 heimasigri á tímabilinu og hafði Hemmi þetta um leikinn að segja: „Við spiluðum virkilega agaðan varnarleik og lokuðum á stórhættulega sóknarmenn þeirra.“ „Það vantaði gæði í lokasendingar, en annars er margt sem að ég get tekið jákvætt úr þessum leik og þá aðallega karakterinn í strákunum sem er frábær,“ sagði Hemmi en eins og áður segir þá kláruðu Eyjamenn leikinn á lokasprettinum og innbyrðu 1-0 sigur. Ríkharður Daðason: Þetta var erfitt„Þetta var erfitt, það var mikið rok þegar leikurinn byrjaði á meðan að við vorum á móti vindinum, mér fannst við enda fyrri hálfleikinn ágætlega og gáfum ekki mörg færi á okkur og komust nokkrum sinnum í ágætar sóknir en þá vantaði herslumuninn til þess að fá betra færi,“ sagði Ríkharður Daðason nokkuð hress í leikslok þrátt fyrir tap sinna manna í dag gegn Eyjamönnum. Framarar spiluðu fyrri hálfleikinn ágætlega en Ríkharður hafði þetta að segja um síðari hálfleikinn: „Ég er ekki eins ánægður með seinni hálfleikinn, við spiluðum boltanum ekki nægilega vel á grasinu.“ Bjarni Hólm Aðalsteinsson meiddist í upphafi leiksins og þurfti að fara útaf vegna meiðsla en Ríkharður sagði að þetta væri líklega bara „tognun í liðbandi“ og vonaðist til þess að það væru ekki meira en nokkrar vikur í hvíld. Gunnar Már Guðmundsson: Vorum betri aðilinn allan leikinn„Mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum í dag, en þegar við vorum komnir upp á seinasta þriðjung þá vantaði gæði í sendingarnar og þar af leiðandi náðum við ekki að skapa okkur almennileg færi til þess að klára þetta, en svo kom ein frábær sókn og okkur tókst að klára þetta,“ sagði Gunnar Már Guðmundsson leikmaður ÍBV en hann skoraði sigurmark Eyjamanna gegn Fram í dag. „Þeir ná aldrei að opna okkur og fá ekkert færi, völlurinn í dag var stamur og erfitt að ná boltanum niður, þess vegna komu margar langar sendingar til þess að sleppa því að láta boltann rúlla á vellinum,“ sagði Gunnar einnig en hann var gríðarlega ánægður með stigin þrjú í dag. „Það er talað um að það sé styrkur liða að spila ekkert sérlega vel, en vinna samt leikina og við getum verið sáttir með það,“ sagði Gunnar að lokum en ÍBV nálgast toppinn og eru einungis fjórum stigum á eftir KR sem tróna á toppi deildarinnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
ÍBV og Fram áttust við í dag, en leikurinn var í 8. umferð Pepsi-deildar karla. ÍBV var fyrir leikinn einu stigi fyrir ofan Fram sem að var í 7. sætinu með 11 stig. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en Eyjamenn spiluðu með golu í bakið til að byrja með, það virtist ekki henta þeim vel því að flestar lokasendingar enduðu út fyrir endalínu. Eyjamenn tóku við sér í seinni hálfleiknum og fóru að halda boltanum betur sem skilaði sér loksins á 83. mínútu þegar glæsilegt spil Eyjamanna endaði á því að Ian Jeffs sendi boltann á Gunnar Má Guðmundsson sem var réttur maður á réttum stað og kom boltanum yfir línuna. Vörn hvítklæddra Eyjamanna var vægast sagt frábær og spiluðu Eiður Aron og Arnór Eyvar þar manna best en nánast ómögulegt var fyrir Steven Lennon og Hólmbert Aron að búa sér til eitthvað í framlínunni. Sigurinn þýðir það að Eyjamenn eru komnir upp fyrir Breiðablik í fimmta sæti deildarinnar og eru aðeins 4 stigum frá toppnum en þeir taka á móti Stjörnumönnum sem eru í öðru sæti deildarinnar í næsta leik. Framarar sitja sem fastast í sjöunda sætinu með 11 stig og fá Blika í heimsókn í næstu umferð. Hermann Hreiðarsson: Karakterinn í strákunum er frábær„Við vorum sterkari aðilinn og áttum dauðafæri eftir innan við mínútu en náðum ekki einu sinni skoti á markið. Það voru nokkur svoleiðis atriði sem við náðum ekki að nýta,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leik sinna manna gegn Fram í dag. Eyjamenn náðu að innbyrða sigur undir lokin eftir frekar bragðdaufan leik. Eyjamenn náðu sínum öðrum 1-0 heimasigri á tímabilinu og hafði Hemmi þetta um leikinn að segja: „Við spiluðum virkilega agaðan varnarleik og lokuðum á stórhættulega sóknarmenn þeirra.“ „Það vantaði gæði í lokasendingar, en annars er margt sem að ég get tekið jákvætt úr þessum leik og þá aðallega karakterinn í strákunum sem er frábær,“ sagði Hemmi en eins og áður segir þá kláruðu Eyjamenn leikinn á lokasprettinum og innbyrðu 1-0 sigur. Ríkharður Daðason: Þetta var erfitt„Þetta var erfitt, það var mikið rok þegar leikurinn byrjaði á meðan að við vorum á móti vindinum, mér fannst við enda fyrri hálfleikinn ágætlega og gáfum ekki mörg færi á okkur og komust nokkrum sinnum í ágætar sóknir en þá vantaði herslumuninn til þess að fá betra færi,“ sagði Ríkharður Daðason nokkuð hress í leikslok þrátt fyrir tap sinna manna í dag gegn Eyjamönnum. Framarar spiluðu fyrri hálfleikinn ágætlega en Ríkharður hafði þetta að segja um síðari hálfleikinn: „Ég er ekki eins ánægður með seinni hálfleikinn, við spiluðum boltanum ekki nægilega vel á grasinu.“ Bjarni Hólm Aðalsteinsson meiddist í upphafi leiksins og þurfti að fara útaf vegna meiðsla en Ríkharður sagði að þetta væri líklega bara „tognun í liðbandi“ og vonaðist til þess að það væru ekki meira en nokkrar vikur í hvíld. Gunnar Már Guðmundsson: Vorum betri aðilinn allan leikinn„Mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum í dag, en þegar við vorum komnir upp á seinasta þriðjung þá vantaði gæði í sendingarnar og þar af leiðandi náðum við ekki að skapa okkur almennileg færi til þess að klára þetta, en svo kom ein frábær sókn og okkur tókst að klára þetta,“ sagði Gunnar Már Guðmundsson leikmaður ÍBV en hann skoraði sigurmark Eyjamanna gegn Fram í dag. „Þeir ná aldrei að opna okkur og fá ekkert færi, völlurinn í dag var stamur og erfitt að ná boltanum niður, þess vegna komu margar langar sendingar til þess að sleppa því að láta boltann rúlla á vellinum,“ sagði Gunnar einnig en hann var gríðarlega ánægður með stigin þrjú í dag. „Það er talað um að það sé styrkur liða að spila ekkert sérlega vel, en vinna samt leikina og við getum verið sáttir með það,“ sagði Gunnar að lokum en ÍBV nálgast toppinn og eru einungis fjórum stigum á eftir KR sem tróna á toppi deildarinnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti