Íslenski boltinn

Sænskur framherji til Valsmanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Valsmenn hafa ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu.
Valsmenn hafa ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu.
Lucas Ohlander, tvítugur framherji frá Svíþjóð, hefur samið við Valsmenn út leiktíðina. Þetta kemur fram í sænskum fjölmiðlum í dag.

Ohlander hefur verið á mála hjá Helsingborg hjá Svíþjóð frá árinu 2010. Hann hefur þó ekki náð að vinna sér fast sæti í liðinu og verið lánaður til annarra félaga.

Valsmenn hafa átt erfitt uppdráttar í sóknarleik sínum undanfarnar vikur. Liðið hefur ekki unnið sigur í síðustu fimm umferðum en síðasti sigurleikurinn í deildinni kom norðan heiða gegn Þór þann 9. júní.

Björgólfur Takefusa hefur yfirgefið herbúðir Vals eftir brot á agareglum liðsins og Kolbeinn Kárason séð um framherjastöðuna í undanförnum leikjum. Indriði Áki Þorláksson kom þó inn á sem varamaður gegn Fylki á dögunum og skoraði gott mark.

Valur tekur á móti ÍA í 13. umferð Pepsi-deildar í kvöld. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×