Runólfur Ágústsson dæmdur til að greiða 80 milljónir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 31. október 2013 23:34 Mynd/GVA „Þessi viðskipti hafa ekki orðið mér til gæfu. Þau voru gerð í anda græðgi og auðsöfnunar áranna fyrir hrun og af þátttöku minni í þeim dansi er ég ekki stoltur,“ segir Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst, sem var í dag dæmdur af Hæstarétti til að greiða slitastjórn Sparisjóðabankans tæplega 80 milljónir króna. Vefmiðillinn eyjan.is birtir pistil sem Runólfur ritar af tilefni dómsins sem féll í dag. „Nú er dómur fallinn í þessu máli og ég hef verið dæmdur til að greiða slitastjórninni tugi milljóna ásamt vöxtum. Þeir peningar eru ekki til á mínu heimili frekar en flestum öðrum,“ segir Runólfur. Í pistlinum segir Runólfur meðal annars frá forsögu málsins og málarekstrinum fyrir dómstólum. „Nú stend ég á þeim tímamótum að gera þessi viðskipti upp og byrja svo frá grunni eftir að hafa tapað aleigunni. Í þeim sporum eru þúsundir Íslendinga sem langflestir, öfugt við mig, bera ekki ábyrgð á sinni fjárhagslegu stöðu, “ segir Runólfur í pistlinum. Hann segir sig og þá sem tóku þátt í aðdraganda hrunsins þurfa að vinna sér aftur traust í okkar samfélagi. Hann hafi reynt að gera slíkt síðustu ár. Hann hafi boðið fram þekkingu sína, reynslu og krafta til að vinna að málefnum atvinnuleitenda árið 2009 og það hafi verið hans aðalviðfangsefni frá þeim tíma þar til fyrr í haust. Hugsun hans með þeirri vinnu var samfélagsleg, að hjálpa til við endurreisn samfélagsins, eftir að hafa átt þátt í hruninu. Hann voni að með þessu hafi hann lagt lítið lóð réttum megin á þessa vogarskál hruns og endurreisnar en slíkt sé annarra að meta. „Þrátt fyrir allt er ég feginn að endanleg niðurstaða er fengin í þessu dómsmáli sem hvílt hefur á mér og mínum eins og mara undanfarin ár. Fjárhagslegar eignir eru ekki markmið í sjálfu sér. Það er lærdómur minn af þessu öllu. Að því gefnu að maður geti framfleytt sér og sínum með mannsæmandi hætti, eru peningar bara peningar og magn þeirra umfram þarfir gerir fólk í sjálfu sér hvorki glatt eða hamingjusamt. Ég hef tapað mínum fjármunum en er samt ríkur. Sá sem getur glaðst yfir því að sjá músarrindil í miðbæ Reykjavíkur hefur tilfinningar. Þær hef ég og slíkt skiptir meira máli en eignir og auður. Ég nýt þeirra forréttinda í mínu lífi að elska og vera elskaður. Hamingja verður ekki keypt fyrir fé og í þeim efnum er ég gæfumaður. Það er það sem raunverulega skiptir máli,“ segir Runólfur í lok pistilsins. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
„Þessi viðskipti hafa ekki orðið mér til gæfu. Þau voru gerð í anda græðgi og auðsöfnunar áranna fyrir hrun og af þátttöku minni í þeim dansi er ég ekki stoltur,“ segir Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst, sem var í dag dæmdur af Hæstarétti til að greiða slitastjórn Sparisjóðabankans tæplega 80 milljónir króna. Vefmiðillinn eyjan.is birtir pistil sem Runólfur ritar af tilefni dómsins sem féll í dag. „Nú er dómur fallinn í þessu máli og ég hef verið dæmdur til að greiða slitastjórninni tugi milljóna ásamt vöxtum. Þeir peningar eru ekki til á mínu heimili frekar en flestum öðrum,“ segir Runólfur. Í pistlinum segir Runólfur meðal annars frá forsögu málsins og málarekstrinum fyrir dómstólum. „Nú stend ég á þeim tímamótum að gera þessi viðskipti upp og byrja svo frá grunni eftir að hafa tapað aleigunni. Í þeim sporum eru þúsundir Íslendinga sem langflestir, öfugt við mig, bera ekki ábyrgð á sinni fjárhagslegu stöðu, “ segir Runólfur í pistlinum. Hann segir sig og þá sem tóku þátt í aðdraganda hrunsins þurfa að vinna sér aftur traust í okkar samfélagi. Hann hafi reynt að gera slíkt síðustu ár. Hann hafi boðið fram þekkingu sína, reynslu og krafta til að vinna að málefnum atvinnuleitenda árið 2009 og það hafi verið hans aðalviðfangsefni frá þeim tíma þar til fyrr í haust. Hugsun hans með þeirri vinnu var samfélagsleg, að hjálpa til við endurreisn samfélagsins, eftir að hafa átt þátt í hruninu. Hann voni að með þessu hafi hann lagt lítið lóð réttum megin á þessa vogarskál hruns og endurreisnar en slíkt sé annarra að meta. „Þrátt fyrir allt er ég feginn að endanleg niðurstaða er fengin í þessu dómsmáli sem hvílt hefur á mér og mínum eins og mara undanfarin ár. Fjárhagslegar eignir eru ekki markmið í sjálfu sér. Það er lærdómur minn af þessu öllu. Að því gefnu að maður geti framfleytt sér og sínum með mannsæmandi hætti, eru peningar bara peningar og magn þeirra umfram þarfir gerir fólk í sjálfu sér hvorki glatt eða hamingjusamt. Ég hef tapað mínum fjármunum en er samt ríkur. Sá sem getur glaðst yfir því að sjá músarrindil í miðbæ Reykjavíkur hefur tilfinningar. Þær hef ég og slíkt skiptir meira máli en eignir og auður. Ég nýt þeirra forréttinda í mínu lífi að elska og vera elskaður. Hamingja verður ekki keypt fyrir fé og í þeim efnum er ég gæfumaður. Það er það sem raunverulega skiptir máli,“ segir Runólfur í lok pistilsins.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira