Leigusalar láta skrúfa fyrir hita og rafmagn Valur Grettisson skrifar 31. október 2013 06:00 Leigusalar eru farnir að óska eftir því að hiti og rafmagn verði tekið af leiguhúsnæðum til þess að losna fyrr við óskilvísa leigjendur. Fréttablaðið/Vilhelm Leigusalar hafa ítrekað farið fram á það við Orkuveitu Reykjavíkur að lokað verði á rafmagn og hita í íbúðum þar sem leigjendur hafa ekki greitt leigu í langan tíma og illa gengur að ná þeim út úr íbúðunum. „Svona mál dúkka reglulega upp,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Raunar eru fyrirspurnir vegna þessa orðnar svo algengar að Orkuveitan hefur komið sér upp verklagi til þess að bregðast við slíkum beiðnum.Eiríkur Hjálmarsson, Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir fyrirtækið hafa mótað sérstakar verklagsreglur til þess að taka á móti óskum leigusala.Hann segir rafmagn og hita aldrei tekið af húsnæði ef leigjandi er með gildan leigusamning. Sé samningur ekki í gildi hafi eigandi umráðarétt yfir húsnæðinu og geti látið loka. Það hafi gerst alloft. Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, segist aldrei hafa heyrt af þessu úrræði. „En það er ljóst að það er mikil spenna á leigumarkaði,“ segir hann. Sigurður Helgi telur þetta örþrifaráð leigusala skýrast af því að ákveðinn flöskuháls sé hjá dómstólum þegar riftunarmál eru til meðferðar.Sigurður Helgi Guðjónsson, Framkvæmdastjóri húseigendafélagsins, segir mikla spennu á leigumarkaði þessa stundina. Fréttablaðið/GVA„Það tekur að minnsta kosti tvo til þrjá mánuði að rifta einföldustu samningum fyrir dómi, en sá tími lengist oft og verður hálft ár,“ segir Sigurður Helgi, en þetta gerir það að verkum að leigusalar verða fyrir miklu fjárhagstjóni. Spurður út í úrræðið sem leigusalar nýta sér með reglulegum hætti hjá Orkuveitunni svarar Sigurður Helgi: „Það má ekki taka rafmagn og hita af íbúðum leigjenda. Eins má ekki nýta sér aðrar skilvirkari leiðir eins og að hleypa músum inn í íbúðina, eða hóta fólki.“ Hann telur að ólöglegt sé að loka fyrir rafmagn nema dómsúrskurður liggi fyrir. Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Leigusalar hafa ítrekað farið fram á það við Orkuveitu Reykjavíkur að lokað verði á rafmagn og hita í íbúðum þar sem leigjendur hafa ekki greitt leigu í langan tíma og illa gengur að ná þeim út úr íbúðunum. „Svona mál dúkka reglulega upp,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Raunar eru fyrirspurnir vegna þessa orðnar svo algengar að Orkuveitan hefur komið sér upp verklagi til þess að bregðast við slíkum beiðnum.Eiríkur Hjálmarsson, Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir fyrirtækið hafa mótað sérstakar verklagsreglur til þess að taka á móti óskum leigusala.Hann segir rafmagn og hita aldrei tekið af húsnæði ef leigjandi er með gildan leigusamning. Sé samningur ekki í gildi hafi eigandi umráðarétt yfir húsnæðinu og geti látið loka. Það hafi gerst alloft. Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, segist aldrei hafa heyrt af þessu úrræði. „En það er ljóst að það er mikil spenna á leigumarkaði,“ segir hann. Sigurður Helgi telur þetta örþrifaráð leigusala skýrast af því að ákveðinn flöskuháls sé hjá dómstólum þegar riftunarmál eru til meðferðar.Sigurður Helgi Guðjónsson, Framkvæmdastjóri húseigendafélagsins, segir mikla spennu á leigumarkaði þessa stundina. Fréttablaðið/GVA„Það tekur að minnsta kosti tvo til þrjá mánuði að rifta einföldustu samningum fyrir dómi, en sá tími lengist oft og verður hálft ár,“ segir Sigurður Helgi, en þetta gerir það að verkum að leigusalar verða fyrir miklu fjárhagstjóni. Spurður út í úrræðið sem leigusalar nýta sér með reglulegum hætti hjá Orkuveitunni svarar Sigurður Helgi: „Það má ekki taka rafmagn og hita af íbúðum leigjenda. Eins má ekki nýta sér aðrar skilvirkari leiðir eins og að hleypa músum inn í íbúðina, eða hóta fólki.“ Hann telur að ólöglegt sé að loka fyrir rafmagn nema dómsúrskurður liggi fyrir.
Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira