Innlent

Umdeild viðvörunarljós óáreiðanleg

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Biluð ljós í langbylgjumastri hrella Héraðsbúa.
Biluð ljós í langbylgjumastri hrella Héraðsbúa.
Ríkisútvarpið og Isavia leita nú lausna til að skipta úr viðvörunarljósum á langbylgjumastrinu á Eiðum.

„Sveitarfélagið og nágrannar mastursins hafa frá því viðvörunarljósabúnaður var fyrst settur upp í því, kvartað mjög undan honum,“ minnir bæjarráð Fljótdalshéraðs á í tilefni bréfs RÚV þar sem upplýst um stöðu mála vegna mastursins. Ljósaganginum frá því hefur verið lýst sem krampakenndum og ofursterkum.

Í bréfi RÚV segir að nú sé talið að ljósin hafi reynst of óáreiðanleg við íslenskt veðurfar. Markmiðið sé að finna áreiðanleg ljós sem ónáði ekki nágranna og þar sem flugöryggi sé ekki fórnað.

„Bæjarráð gerir þá kröfu sem fyrr, að viðkomandi búnaður verð lagaður án tafar, eða honum skipt út, enda ástand hans búið að vera óásættanlegt um áraraðir,“ undirstrika Héraðsbúar sem jafnframt ítreka ósk um að útvarpsstjóri komi til fundar við bæjaryfirvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×